Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 118

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 118
116 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI kemur þó“ (478). Þá á Hjálmar það sömuleiðis til að lofsyngja frumleikann að hætti rómantísku skáldanna: „íslenzkan er orða frjósöm móðir, / ekki þarf að sníkja, bræður góðir, / né heilum stela hendingum / og hugmyndanna vendingum“ (526). Hætt er við að Hjálmar hafi séð í gegnum fingur við ýmsar gamlar syndir sínar þegar hann orti þetta, þótt hann sé vitaskuld víða ákaflega skapandi. Mótsagnir á borð við þessar sýna ef til vill betur en margt annað stöðu Hjálmars sem skálds og með nánari athugun mætti hugsanlega leiða í ljós einhverja þróun eða stefnubreytingu í Ijóðagerð hans frá hefð til nýjunga, eins og Eysteinn gerir í rímnakveðskap Hjálmars. Svipaða athugun þyrfti einnig að gera á skáldskap Sigurðar Breiðfjörðs sem dró í einum mansöng Númarímna upp einhverja skýrustu og eftirminnilegustu mynd íslenskra bókmennta af rómantíska ,,skáldprestinum“: ,,Hinn er skáld sem skapar fæðir málar / myndir þær í þanka sér / sem þekktum aldrei forðum vér. / Hann sem sér með hvössu sjónarbáli / hulda gegnum hugi manns / og háa fræði skaparans.“8 En þó að Hjálmar verði tæpast settur á sama bekk og Símon Dalaskáld og Skáld-Rósa eru tengsl hans við alþýðuna ákaflega sterk, enda var hann eins og kunnugt er örsnauður einyrki lengst af ævinnar og þekkti af eigin raun lífsbaráttu fátækrar og ómenntaðrar alþýðunnar. Þessi Iífsbarátta er reyndar eitt af grundvallaryrkisefnum hans og trúlega hafa fá íslensk skáld lýst henni betur en hann eða af meiri skilningi: „Kenndur er eg við kláða og eymd / kulda, sult og heimsku,“ (65) yrkir hann í einu kvæða sinna. Þannig er viðhorfið allt annað en hjá lærðu skáldunum — og þá sérstaklega þeim sem kennd eru við rómantík — þótt að sönnu hafi fæst þeirra talist til efnamanna. Augunum er fremur beint að hversdagslegum og oft æði dökkum myndum tilverunnar en óskadrauminum sem Ijómi hugsjónanna leikur um. Hér skortir sífellt þá fegurð og upphafningu sem ljóð rómantísku skáldanna vitna um og áhyggjuleysið af allra frumstæðustu lífsþörfum manna. Það sem að vísu greinir milli Hjálmars og flestra annarra kotbænda er að hann hafði bæði næmleika skáldsins fyrir umhverfi sínu og uppreisnarhug þess sem sættir sig ekki við hlutskipti sitt. Hann sá andstæðurnar allt í kringum sig, fátækt, sult og fákunnáttu annars vegar, auðsæld, ofgnótt og menntun hins vegar. Og hann var sífellt vansæll, bitur eða reiður, þráði betra líf en honum var búið. Líklega er Hjálmar eitthvert fyrsta íslenska skáldið sem bendlað er við kommúnisma, þó að sá ,,kommúnismi“ hafi ekki verið studdur lærðum kenningum, en í dagbók sinni frá 1848 segir Gísli Brynj- úlfsson á einum stað: „Mamma kenndi mér tvær kommúnistiskar vísur gamlar“ og vitnar síðan í kvæði Hjálmars „Ríkur og fátækur“.9 Óánægja Hjálmars beindist reyndar ekki aðeins gegn óvinsamlegu samfélagi og mis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.