Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 140

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 140
138 M ATTHí AS VIÐAR SÆM UNDSSON ANDVARI og síðar íslenskum aðli (1938), en þá hafði Gunnar reyndar skrifað merkilegt tímamótaverk, Vikivaka (1932), sem markaði upphaf „töfraraunsæis“ í ís- lenskum nútímabókmenntum. í íslenskum aðli sundrar Þórbergur þeirri goð- sögn að ást og losti séu andstæður, að ástin sé andlegs eðlis og alls óskyld hold- legri fýsn. Sýnir hann fram á að hugtakið feli í sér göfgun eða yfirbreiðslu lík- amlegra hvata. Ennfremur að fýsnirnar séu merkingarlausar og eigi sér ekkert annað markmið en að ryðja sig, fá útrás. Þær séu ekki merkingarvaki og guð- dómlegt táknmið eins og ráða má af verkum sumra aldamótaskálda. Þórbergur brýtur með öðrum orðum niður kerfi sem legið hafði mannsmynd tvíhyggjunn- ar til grundvallar án þess þó að skipa hinu líkamlega í þá stöðu sem andinn hafði áður. Kerfið hrynur líkt og í öðru skáldverki, Vefaranum miklafrá Kasmír, eða öllu heldur: sjálfsvitundin brýst undan formi sínu án þess að annað sé byggt. í bók sinni Loksins, loksins segir Halldór Guðmundsson að með Bréfi til Láru hafi líkaminn og líkamsstarfsemin fengið sess í íslensku ritmáli. Það er rétt að því leyti að hinn ósýnilegi líkami Þorgils gjallanda verður sýnilegur hjá Þórbergi.14 Reyndin er þó sú að lýsingar Þórbergs studdust við ákveðna hefð hér á landi auk þess sem þær ollu engum tímamótum eins og ætla má af crðum Halldórs. Hneykslan lesenda var söm mörgum áratugum síðar þegar fyrstu verk Guðbergs Bergssonar komu út. Báðir áttu við samskonar andstreymi að etja. Þeir brjóta hinn hefðbundna lýsingaramma skáldsögunnar og sýna líkam- ann sem líffræðilegt og siðvana viðfang. Hið efnislega er dregið fram á opin- skáan hátt, vakti viðbjóð og þótti ógeðfellt, ljótt. Viðbrögðin eru til vitnis um að tvíhyggjan mótar ennþá hugsunarhátt fólks að verulegu leyti. Kannski skáldsögur seinustu ára séu jafn náttúrulausar og raun ber vitni um af þeim sökum. Ræturnar liggja þó sjálfsagt dýpra. í grundvallarafstöðu manna til sjálfra sín, andstyggð þeirra á eigin efnisleika, saur og vökvum, hinu dýrslega og formlausa, því sem eyðir útlínum líkamans, flæðinu, ummynduninni. Við skipuleggjum ennþá reynslu okkar í ljósi andstæðunnar milli sálar og líkama. Það sem ógnar henni vekur ugg, viðbjóð, annarleika. Hið líkamlega á sér sess í ritmáli 19du aldar þrátt fyrir allt en er þar í jaðri hins leyfilega, tengt klámi og níði, óprenthæfum skáldskap. Venjulega tengist það karnívalísku viðhorfi sem Halldór Guðmundsson telur í bók sinni að sé eitt helsta nútímaeinkenni Bréfs til Láru. Höfundur felli saman háleitustu hugsjón- ir og strákslegasta grín, snúi hefðbundnum valdahlutföllum á hvolf og geri hið hátíðlegasta hlálegt — endurnýi á þann hátt íslenskan prósa. Ekki verður þýðing þess dregin í efa. Frásagnartækni Þórbergs ruddi braut fyrir sérstaka listaðferð í íslenskum bókmenntum. Hins vegar átti hún sér fyrirmynd í ákveðinni hefð sem á 19du öld var vettvangur skarpari menningarrýni en skáldskapur „raun- sæismanna“. Hefð sem m. a. kemur fram í verkum Benedikts Gröndal, Krist- jáns Fjallaskálds og Sigurðar Guðmundssonar. Róttækustu prósaverkin komu að vísu ekki út á bók fyrr en langt var liðið á aðra öld. Sýna samt að afstaðan var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.