Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 119
ANDVARI
HJÁLMAR í bólu og rómantíkin
117
skiptum gæðum jarðarinnar, heldur einnig gegn óblíðri náttúru íslands og
jarðlífinu almennt.
Eitthvað þráir andi manns
annað en fann á jörðu,
lengra gáir hugur hans,
heim vill ná til betra lands. (102)
Oft reyndi hann að hlusta á raust kirkjunnar sem boðar að allt sé í guðs
hendi. Jarðlífið sé einungis stuttur útlegðar- og kvalatími frá eilífri sælu
himnanna. EnþóttHjálmarværi í eðlisínu einlægur trúmaður náði þessi rödd
ekki alltaf að sannfæra hann og fá hann til að sætta sig við hlutskipti sitt.
Drottinn var svo fjarlægur. Hann huldi sig „leyndardóms í dimmu skýi“
(192), lokaði himninum fyrir ,,trúarhönd“ skáldsins og gaf engar skýringar á
því hvers vegna eymd mannanna viðgengst. Þannig átti Hjálmar það til að
rísa upp gegn guði sínum: „en viljirðu ekki orð mín heyra, / eilíf náðin
guðdómlig, / mitt skal hróp af heitum dreyra / himininn rjúfa kringum þig“
(5).
Ekki aðeins yrkisefni Hjálmars réttlæta það að kalla hann alþýðuskáld
heldur einnig sú staðreynd að hann var í senn lítt menntaður og að mestu eða
öllu leyti ósnortinn af erlendum samtímaskáldskap. Að þessu leyti ber hann
frá mörgum öðrum skáldum 19. aldarinnar sem einnig hafa oftlega verið
kennd við alþýðuna, svo sem Sigurði Breiðfjörð og Páli Ólafssyni. Bók-
menntalegar fyrirmyndir Hjálmars eru þannig fyrst og síðast af innlendum
toga, veraldlegum og kristilegum. Þegar rímnaskáld frá ýmsum tímum eru
undanskilin koma hér upp í hugann ýmis skáld fyrri alda, Skáld-Sveinn,
Bjarni Jónsson skáldi, Hallgrímur Pétursson, Stefán Ólafsson, en einnig
menn sem standa nær Hjálmari í tíma, Jón Þorláksson, Eggert Ólafsson og
Sigurður Pétursson. í sumum kvæðum Hjálmars má auk þess sjá að hann
hefur haft nokkur kynni af þeim Bjarna Thorarensen og Jónasi Hall-
grímssyni. Þær kristilegu bókmenntir sem standa Hjálmari næst eru hins
vegar Biblían, postillur og sálmakveðskapur.
Á þessari innlendu bókmenntaarfleifð grundvallast skáldskaparstíll
Hjálmars. í fyrirrúmi sitja bragarhættir og skáldamál rímnakveðskaparins,
en til hliðar eru einfaldari bragarhættir eddukvæða, sálmahættir og jafnvel
fornklassískir hættir á borð við sexliðu (hexameter). Oft verða frávik Hjálm-
ars frá rímnaháttunum rakin beint eða óbeint til einhverra ákveðinna fyrir-
mynda. Þannig er sexliðukvæðið „Aldarháttur“ til dæmis bein stæling á
samnefndu kvæði Hallgríms Péturssonar. Ljóðaháttarkvæðið „Hlutaveltu-
fundur á Víðimýri“ minnir hins vegar um margt á „Alþing hið nýja“ eftir
Jónas.