Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 92

Andvari - 01.01.1988, Qupperneq 92
90 STEFÁN BJARMAN ANDVARI af þýðingunni seint á árinu 1946, og var náttúrlega meiningin að handritið gengi aftur frá honum til Ragnars. En skömmu eftir næstu áramót (13. febr. 1947) deyr Erlendur mjög snögglega, hann lá víst bara tæpa tvo sólarhringa, að mestu rænulítill eða rænulaus (eitrun í nýrnahettum). Mér varð afar hverft við fráfall hans, hann hafði verið nánasti vinur minn, ráðgjafi og fyrirmynd allt frá fyrstu kynnum. Fyrr um sumarið hafði Ragnar skrifað mér, einnig harmi lostinn yfir dauða Erlends, og spurði mig í eftirskrift hvort Erlendur hefði verið búnn að endursenda mér handritið áður en hann dó. Ég svaraði honum um hæl, neit- andi, og sagði að ef Erlendur hefði ekki verið búinn að skila því til hans (Ragnars), hlyti það að liggja í fórum Erlends sáluga. Lá síðan málið í þagnar- gildi fram eftir sumrinu, og ég algerlega grunlaus. — En rétt eftir að ég hafði, í sjálfshuggunarskyni, párað þennan imaginæra formála, sem framanskráður kafli er úr, - já, mig minnir bara fáum dögum seinna - fæ ég æsilegt símskeyti frá Ragnari, þar sem hann segir að handritið finnist hvergi nokkurstaðar í eftir- látnum fórum Erlends. Lengi vel var mér ómögulegt að trúa þessu um slíkan reglumann sem Erlend og margrengdi Ragnar um að hann hefði ekki sjálfur handritið. Pað var leitað og leitað, spurzt fyrir hjá fjölmörgum vinum Erlends, þótt ég þættist fullviss um að jafn ærukær maður og Erlendur hefði engum lánað handritið, en allt kom fyrir ekki, handritið var ófinnanlegt! Petta var skiljan- lega ekkert smáræðis reiðarslag! Ég huggaði Ragnar með að hann borgaði mér svo vel (sem var satt!) að við skyldum ekki æðrast, ég skyldi byrja á nýjan leik, og ég ætti töluverð drög af afriti - sem var lygi - ég átti að vísu sundurlausa punkta af uppkasti, en allt ósamstætt og í molum og á löngum köflum ekki staf! En hér varð ekki undan vikizt, ég varð að leggja til hliðar það sem eftir var af þýðingu bókarinnar, og fitja upp á byrjuninni á ný. Það er það versta verk sem ég hef gert á ævinni, (og nú tók ég afrit til vonar og vara), því nú sóttu að mér gamlar efasemdir og draugar á ný í annarri hvorri línu, og ef ég hefði ekki verið búinn að taka við greiðslu fyrir fyrri gerðina, þá týndu, hefði mér oftlega verið skapi næst að henda öllu í eldinn og gefa upp árarnar. En við endurgerðina lauk ég seint á næsta ári og sendi suður og var hún strax sett í prentun. En nú er bezt að koma strax með lausnina á gátunni um hvarf gamla handritsins: Vorið eftir (’49) var ég staddur í Reykjavík og hringdi þá einn daginn í mig einn af starfs- mönnum Tollskrifstofunnar, og segir mér að fundizt hafi í eldtraustum skáp, sem Erlendur hafi áður haft til umráða, stór skjalaböggull sem ég muni eiga. Jú mikið rétt, þarna kom handritið — en bara nokkuð seint! Og nú skildi ég í einni svipan hvernig í öllu lá: Heima í Unuhúsi var aldrei flóafriður fyrir aðvífandi gestavað, svo Erlendur hefur tekið handritið með sér ofan á Tollskrifstofu og hugsað sér að líta yfir það þar á friðsömum stundum, en á milli geymt það á þessum trygga stað, af alkunnum áreiðanleikasínum. Ó égskildi allt og fyrirgaf allt! Verst að vita ekkert hvernig honum hefur litizt á þetta! Hann hefur sett spurningarmerki á einstaka stað -, líklega blöskrað, blessuninni!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.