Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 64
62
gyl.fi gröndai.
ANDVARI
Ólafur Jóhann hafði lokið við að pakka niður búslóð sinni og hugðist kveðja
Suðurgötuna daginn eftir.
En honum var ætlað að flytja lengra en ráðgert hafði verið.
íársbyrjun 1987 var mérfalið að annast útvarpsþátt um Ólaf Jóhann Sigurðs-
son, og skyldi meginefnið vera ítarlegt viðtal um lífhans og list.
Ólafur Jóhann vildi að vonum undirbúa sig undir spjallið eins rækilega og
kostur væri á. Hann bað um aðfá spurningarnar fyrirfram, og þegar hann hafði
fengið þær í hendur, tók hann að svara þeim skriflega - á gömlu svörtu Erica-rit-
vélina sína, en á hana samdi hann flest skáldverk sín.
Prisvar sinnum þurfti að fresta upptöku viðtalsins; ÓlafurJóhann taldisigenn
ekki reiðubúinn og einnig átti hann við veikindi að stríða.
En að lokum varsamtal okkar tekið upp á einum afsíðustu dögum gamla út-
varpshússins við Skúlagötu - og varð bæði langt og efnismikið.
Ólafur Jóhann hafði bunka afblöðum í höndum ogstuddistað mestu leyti við
þau, en öðru hverju hallaðihann sér aftur ístólnum og mæltiþá afmunnifram.
Útvarpsþátturinn var fluttur sunnudaginn 29. mars 1987 undir heitinu „Skáld-
ið íSuðurgötu“. Auk viðtalsins var lesið úr verkum Ólafs Jóhanns og ennfremur
fjölluðu bókmenntafrœðingarnir Vésteinn Ólason og Gunnar Stefánsson um
Ijóð hans og sögur.
Tímans vegna reyndist ekki unnt að flytja nema valda kafla úr viðtalinu, og
þótti mérþað miður vegna hinnar miklu undirbúningsvinnu, sem ÓlafurJóhann
hafði innt afhendi. Einnig var viðtalið alltfágœt heimild um œvi og starfeins af
mestu höfundum þjóðarinnar, sem afar sjaldan eyddi dýrmætum tíma sínum í
blaðasnápa og fjölmiðlaglennur.
Ólafur Jóhann eftirlét mér blöðin, sem hann hafði til hliðsjónar, og einnig er
upptakan varðveitt óstytt í segulbandasafni Ríkisútvarpsins.
Úr þeim efniviði er saman sett viðtal það, sem hérfer á eftir.
Djúptæk áhrif
Bernska og uppvöxtur rithöfunda er gjarnan kjarninn og kvikan í skáldskap
þeirra, og á það ekki síst við um ÓlafJóhann Sigurðsson. Fyrstaspurningin, sem
fyrir hann var lögð, varþví á þessa leið: Hvernig minnistþú bernsku þinnar?
í fjölmörgum ævisögum eftir höfunda, sem ólust sumir upp við allsnægtir, en
aðrir við bág kjör, má lesa svör við þessari spurningu þinni. Oftast nær eru
minningar þeirra um bernsku sína og æsku lengsti þáttur ævisögunnar og ber
einatt af þeim, sem á eftir koma.
Af mér er það að segja, að núorðið minnist ég þvínær dag hvern bernsku
minnar og uppeldis; og man reyndar fremur sólskinsstundir en dimmviðri.
Auðvitað eru fyrstu minningar mínar tengdar Hlíð í Garðahverfi, fæð-