Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 70
68
GYLFI GRÖNDAL
ANDVARI
rúnar, og þá ekki síður í góðtemplarastúkunni á Álftanesi. Hún mat Steingrím
Thorsteinsson mest skálda, ekki aðeins vegna frumortra ljóða, heldur og ljóða-
þýðinga hans, en þeim hafði hún kynnst í Svanhvíti, safni hans og Matthíasar
Jochumssonar. Hún átti söguljóðið Axel eftir Tegnér í þýðingu Steingríms og
Friðþjófssögu Tegnérs í þýðingu Matthíasar og kunni utanbókar langa kafla í
þessum söguljóðum. Matthías var henni kærastur sem sálmaskáld, en hún var
mjög trúuð, og sama máli gegndi um föður minn.
Faðir minn, Sigurður Jónsson, Einarssonar, var Austfirðingur, ættaður úr
Fellum í föðurætt, en úr Viðfirði í móðurætt. Þeir voru systkinasynir hann og
dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Faðir minn var næstyngstur sjö systkina og
foreldrar hans blásnauðir. Samt tókst honum með harðfylgi og miklum þræl-
dómi að afla sér dágóðrar menntunar eftir því sem þá tíðkaðist. Hann tók
gagnfræðapróf í Flensborg 1898 og búfræðipróf á Hvanneyri aldamótaárið.
Bókakostur hans bar þessu nokkurt vitni.
Ég minnist þess ekki, að hann ætti aðrar ljóðabækur prentaðar en Kvæði
Bjarna Thorarensens, velkt eintak, prentað í Kaupmannahöfn 1884. Hins veg-
ar hafði hann skrifað kvæði í allmargar kompur, áreiðanlega vegna þess, að
hann hafði ekki efni á að kaupa sjálfur bækur skáldanna. Kvæðin voru einkum
eftir þrjú skáld: Grím Thomsen, Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson.
Lj óðum J ónasar kynntist ég ekki neitt að ráði fyrr en í Skólalj óðum, þegar faðir
minn hafði tekið að sér barnakennslu í hreppnum. Ég man eftir því, að hann
átti marga árganga af Skírni og Eimreiðinni, sem ég las innan við fermingu, og
fékk þá einnig að láni einhverja árganga af Iðunni hjá sveitunga okkar. Fyrir
utan Mann og konu og smásögur eftir Einar Hjörleifsson Kvaran, sem höfðu
mikil áhrif á mig, var fátt um slíkar bókmenntir heima, en þegar ég hafði fengið
að láni og lesið það sem tiltækt var af þeim á næstu bæjum, sneri ég mér að
Biblíunni, einkum Nýja testamenti og Davíðsálmum. Njálu og Laxdælu las ég,
en líkast til illa, að minnsta kosti þóttist ég finna til þess seinna. Af fræðibókum
föður míns las ég Atla Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, og varð sá lestur
mér til margháttaðrar nytsemdar.
Draumóraflan unglings
Barn að aldri var Ólafur Jóhann staðráðinn í að gerast rithöfundur, og á ung-
lingsárunum hélt hann suður til Reykjavíkur til að láta draum sinn rætast. Pegar
hann var að því spurður, hvernig foreldrum hans hefði litist á slíkt uppátœki,
svaraði hann:
Ójá. Ég hleypti heimdraganum um miðjan september 1933. Þetta var eins og
hvert annað draumóraflan unglings. Sennilega hefði ég ekki farið, ef sæmilegt
bókasafn hefði verið á næstu grösum við mig.