Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 171

Andvari - 01.01.1988, Page 171
ANDVARI „LAND MÍNS FÖÐUR" 169 í inngangsljóðinu, Kynningu, fellir hann tár austur við Gulahaf yfir ör- lögum þjóðar sinnar, sem hann segir, að hafi verið svikin og landið ,,í bláum sævi“ selt í tröllahendur, en huggar sig við, að sá dagur komi, að landar hans heimti sinn rétt. Þá von hans staðfesta myndirnar, sem fyrir augu ber. Jó- hannes er sem ölvaður af fögnuði meðal allra þessara kónga og drottninga í bláum vinnufötum og lýsir f jálglega starfsgleði þeirra, friðarást og sigurvissu með baráttuna og ok liðinna alda í baksýn. Hann trúir því, að ríki þeirra sé sjálfu sér samkvæmt og muni því ekki fyrirfarast. Þegar hann lítur augum hina fornu höfuðborg, Kí, verður honum hugsað heim og finnst nú loks sem bernskudraumar hans séu að rætast: Þú ert borgin sem mig dreymdi um þegar ég var smali í dali. í lokaljóðinu, Pegar þú kemur, segist hann skulu sýna gestinum tign og friðsæld íslenskrar náttúru og gefa honum „lítið blóm sem vex upp við jökulrót“ í þakkarskyni. Þegar allt kemur til alls, á hann ekki betra að bjóða en fegurð landsins. Svipaður samanburður á hlutskipti Kínverja og íslendinga og Jóhannes gerði í Hliði hins himneska friðar leiðir hann til líkrar niðurstöðu og kveikir með honum sömu von og þar í Kveðju til Kína í Sjödœgru, og það, sem líkt er og ólíkt með þessum þjóðum og þegnum þeirra, er einnig sá þráður, sem III. flokkur Hrakningsrímna í Óljóðum er spunninn úr af fágætu stílöryggi og nærfærni. VI Sjödægra kom út 1955, og þegar Anonymus tók ofan huliðshjálminn, varð það lýðum Ijóst, að Jóhannes úr Kötlum hafði ekki setið auðum höndum frá því í stríðslok, heldur tekið ljóðagerð sína og skáldskaparaðferðir til svo gagngers endurmats, að áratugurinn 1945-1955 markar önnur mestu tíma- mótin á skáldferli hans. Ljóðform Jóhannesar úr Kötlum er ekki til umræðu hér sérstaklega, en ekki verður hjá því komist að gefa því gaum, að frá og með Sjödægru er það fremur hugarástand Jóhannesar og tjáning afstöðu hans til lands og þjóðar, sem breytist, heldur en afstaðan sjálf, sem í grundvallaratriðum var hin sama, uns yfir lauk, þótt vel megi að vísu greina á henni nokkra áherslubreytingu. Yrkisefni Jóhannesar í Sjödægru hafa varla komið gömlum lesendum hans á óvart. Ættjarðarljóðin Eiður vor og Pú leggst í grasið eru brýning til Islendinga um að standa á verði um heill og sjálfstæði þjóðarinnar, enda dvöl erlends hers í landinu Jóhannesi mikill þyrnir í augum. í hinu síðara sér skáldið í hillingum þann dag, þegar henni lýkur, landsmenn heita því að víkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.