Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 98
96
HANNES PÉTURSSON
ANDVARI
Árnasonar 1943 (777 Heklu). Par segir (bls. 83) um fjöllin við Siglufjörð: ,,í
morgunmóðunni voru fjöllin eins og fjólubláir draumar — ég hefi ekki annað
orð til um það.“ Sá er einn munurinn að Akrafjall og Skarðsheiði eru
fjólubláir draumar í aftanskini, en fjöllin við Siglufjörð eru það „í morgun-
móðunni". Bók Engströms hefur Sigurður Þórarinsson að sjálfsögðu lesið á
frummálinu (Át Hdcklefjall, frumútg. 1913). Sænska textann hef ég ekki
innan seilingar og býst við að það skipti litlu í þessu sambandi.
Eina hliðstæðu, hið minnsta, við áhrif sem þessi þykist ég greina í skáldskap
sjálfs mín. Ljóð á í hlut sem hefur verið tekið upp í sýnisbók fyrir skemmstu,
og er þeim mun meiri ástæða til að segja sögu þess, að því marki sem hér á
heima:
Það var dag einn í góðu veðri nokkru fyrir kvöld, að ég sat í fjölskyldubíln-
um á heimleið úr Reykjavík út á Álftanes. Ekki man ég hvort sól var á himni.
Eins og leiftur komu þó til mín ljóðlínur um sólina og ég hripaði þær
samstundis í vasakver mitt:
Hún er glófjaðraður hani
sem galar á festingunni!
Mér fannst undir eins að þessar línur gæti ég notað og það gerði ég. Ekki
mjög löngu seinna orti ég ljóð þar sem ég minnist vorkomu á æskudögum
mínum norðanlands og lét það birtast í 36 Ijóðum árið 1983:
Vorið, það dunar! vorið í miðjum maí
hvítt af logni, blátt af regni
og rautt
af skini kvöldsins
skolbrúnt af leysingum ánna.
Vorið, það dunar! skrúðklætt í annarleg orð
skrúðklætt vökudraumum, sólgylltum svima!
Ég hleyp út um dyrnar . . .
Sólin logar!
Sólin í austri logar!
Hún er glófjaðraður hani
sem galar á festingunni!
Fyrir svo sem missiri tók ég fram kver sem ég hef átt í ríflega þrjá tugi ára,
en hafði ekki opnað til lestrar langalengi. Það er gefið út í Munchen 1955 og
geymir þýzkar þýðingar á ljóðum úr spænsku frá þessari öld, heitir Rós af