Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 11
ANDVARI PÉTUR BENEDIKTSSON 9 hafi verið öllum stundum saman. Þeim þótti líka oft nauðsynlegt að leita trausts og halds hvor hjá öðrum gegn stríðni elsta bróðurins, sem var miklu stærri og sterkari en þeir. Og ekki þótti Pétri síður gott að eiga sér bandamann gegn stjórnsemi Ólafíu móðursystur sem ól hann upp — alveg fram í andlátið — og reyndar öll systrabörn sín.“ Pétur tók seint út líkamsþroska og var alla sína æsku fremur smá- vaxinn, þótt hann hefði verið 24 merkur við fæðingu. Systkini hans stríddu honum með því að segja að hann hefði farið ríðandi á legg þegar hann fór fyrst í menntaskóla! Bjarni, sem var einu og hálfu ári yngri, var t.d. stærri en Pétur lengst af á þeirra æskuárum, — þangað til eitt haustið að Pétur kom heim úr sveitinni með buxnaskálmarnar ’appi á hnjám. Hann var jafnan í sveit á sumrum, hjá Guðmundi ómmubróður sínum á Lundum og seinna eitt sumar kaupamaður hjá móðursystur sinni á Háteigi. I föðurhúsum fékk Pétur mikla ást á fornbókmenntum og þjóð- Iegum fræðum. Faðir hans var einlægt að segja börnunum frá — úr Islendingasögum, þjóðsögum, Snorra-Eddu, fór með kvæði og rímur, rakti ættir manna og lýsti bernsku sinni á Húsavík. Sagan af Loðin- barða var í miklu dálæti hjá systkinunum og skráði Pétur hana löngu síðar og lét prenta eins og hann mundi hana í frásögn föður síns. Þá voru synir Benedikts Sveinssonar föður sínum mikil hjálparhella við útgáfu hans á íslendingasögum, lásu prófarkir og aðstoðuðu við gerð á nafnaskrám. Mjög gestkvæmt var á Skólavörðustígnum og margt þjóðkunnra manna sem þangað kom í heimsókn. „Aldrei man ég eftir því að við börnin væru látin fara út ef gesti bar að garði eða að nokkrum væri bannað að taka þátt í samræðum,“ segir Ólöf: „Hvort sem við lögðum mikið eða lítið til málanna fór ekki hjá því að við kynntumst ýmsum sjónarmiðum og aldrei man ég eftir því að nokkrum skoðunum væri þröngvað upp á okkur. Ég held að naumast hafi sá dagur liðið meðan pabbi sat á þingi að einhver þingmál væru ekki rædd. Hann sagði frá umræðum í þinginu, las greinar sem hann var að skrifa og bar undir mömmu og þau systkinanna sem höfðu áhuga á viðkomandi málum. Var hann jafnan fús til að taka athugasemdir og ábendingar til greina, enda til þess leikurinn gerður.“ — Það var því nokkur von til þess að þau systkinin yrðu snemma ákveðin í skoðunum og atkvæðamikil. „Benedikt Sveinsson ól börn sín upp í mikilli þjóðrækni, las snemma fyrir þau úrvalskafla úr fornum bókmenntum og nýjum, glæddi ást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.