Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 120
118
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
í myndmálsnotkun Hjálmars sést ef til vill enn betur hve föstum fótum
hann stendur í alþýðlegri innlendri bókmenntahefð. Þar eru mest áberandi
eignarfallsumritanir, settar saman úr tveimur liðum, annars vegar hugtaki í
eignarfalli, hins vegar hversdagslegu fyrirbæri sem hlutgerir og skýrir hug-
takið. í íslenskum bókmenntum eiga þessar umritanir rætur að rekja til
hómilíubóka 12. aldar og fylgja má ferli þeirra gegnum heilagra manna sögur
14. aldar og blómað mál rímnakveðskaparins. Myndliðinn sækir Hjálmar
hins vegar í umhverfi og störf alþýðunnar til sjávar og sveita. Hann yrkir um
„sálarskip“, „kjaftaknör“, „lygastýri“, „lastafley“ og „örvæntingarólgu“,
um „syndatoga“, „flygsufjúk ágirndar“ eða „hraungrjótið ágirndar“. Víða
fellir hann þessar myndlíkingar inn í heildstæð kerfi og skapar þannig ný-
gervingar að hætti dróttkvæðaskáldanna.
Fyrir kemur að Hjálmar bregði sér í klæði tískuskálda 19. aldarinnar,
einkum þegar hann yrkir undir eddukvæðaháttum svo sem í „Sigurdrífumál-
um hinum nýju“. Þar koma meðal annars fyrir eignarfallssamböndin „sig-
urljóð“, „hjartamál“, ,,vinaraugu“, ,,gleðirúnar“, „líknarstraumar“ og lýs-
ingarorðin „gullfingraður“ og ,,társaltur“. Hér er vafalaust um að ræða áhrif
frá skáldum eins og Jóni Þorlákssyni, Sveinbirni Egilssyni og Jónasi Hall-
grímssyni. Þessi áhrif eru hins vegar fátíð og megna ekki að setja áberandi
mark á skáldskap Hjálmars.
III
Þegar hugað er að tengslum Hjálmars við rómantíkina má ekki gleyma því að
hann lifði blómaskeið stefnunnar hér á landi. Því kemur það í sjálfu sér ekki á
óvart að finna megi einhver samkenni með honum og rómantísku skáldun-
am. Fæc* Æáld eru svo einangruð í list sinni að þau verði ekki fyrir einhverj-
um anrifum frá samtíma sínum. Þannig hefur Hjálmar vafalaust kynnst
ýmsum þeim huginyndum sem efstar voru á baugi á 19. öld, svo sem þjóð-
ernishyggju og framfaratrú, og hér að framan var örlítið vikið að tengslum
hans við skáldskap og skáldskaparhugmyndir samtímans.
í bók sinni rökstyður Eysteinn Sigurðsson tengsl Hjálmars við rómantíkina
með því að finna stað í verkum hans fjórum atriðum sem Eysteinn telur vera
megineinkenni rómantíkurinnar hér á landi. Atriðin fjögur eru:
1) Fornaldardýrkun, þ.e. aðdáun á efnum úr fjarlægri fornöld, fyrst og
fremst íslenskri, en einnig klassískri [...].
2) Ættjarðarást og aðdáun á íslenskri náttúrufegurð, hvort heldur er í
vetrar- eða sumarklæðum.
3) Frelsiskröfur, þ.e. hugmyndir um framfarir á íslandi, fyrst og fremst