Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 39
ANDVARI
PÉTUR BKNEDIKTSSON
37
arinnar, og almenningi — háttvirtum kjósendum — að hafa gát á
athöfnum Alþingis.
Aðra ráðstöfun gegn því að valdasýkin verði að þjóðarplágu má
einna nánast telja til sóttvarna, sem sé þá að láta sem allra fæsta menn
komast í einokunaraðstöðu. Og það er með þetta atriði í huga sem ég
vil svara spurningunni í upphafi máls míns:
Meðan ekki eru öflugir einkabankar í landinu, erþað til mikilla bóta
að viðskiptabankar ríkisins séu nœgilega margir og nægilega sjálfstœðir
tilþess að heilbrigð samkeppni myndist á milliþeirra. Þetta er öruggasta
vörn viðskiptamanna gegn því að bankastjórar falli fyrir þeirri freistni
uð fara með þá alveg eins og sakborninga fyrir rétti.
Sumum kann nú að virðast, að þarna sé ekki úr háum söðli að detta
fyrir viðskiptamenn bankanna. Má vera að satt sé. Meinið læknast ekki
til fulls fyrr en meiri jöfnuður er kominn á framboð og eftirspurn
lánsfjár og einkabankar eru farnir að láta verulega til sín taka á sem
flestum sviðum útlána og annarrar bankastarfsemi. Pegar svo er
komið, getur vel komið til álita að fækka viðskiptabönkum ríkisins (og
jafnvel að ríkið hætti alveg slíkum rekstri), en fyrr ekki. Þótt banka-
stjórar séu yfirleitt réttlátir menn og vilji láta eitt yfir alla ganga, þá er
það nú svo, að skýst þó skýrir séu, og mörg dæmi myndu viðskipta-
menn bankanna kunna að nefna, ef þeir skoðuðu hug sinn vel, um að
stjórn eins banka hafi skellt skollaeyrum við góðu og þarflegu máli, en
síðan hafi hið sama erindi hlotið skilning og stuðning annars banka.
Hitt er þó meira um vert fyrir almenning, að það hefur beinlínis
siðbætandi áhrif á hvern þessara þriggja viðskiptabanka ríkisins að vita
af hinum tveimur í kallfæri við sig — og viðskiptamenn sína — í
Austurstræti. Til þess má áreiðanlega rekja margt, sem vel er gert í
bönkunum í dag. Sannast þar, að blessun frjálsrar samkeppni getur
jafnvel náð inn í myrkviði ríkisrekstrarins, þegar ríkið hefur vit á að
misnota ekki einokunaraðstöðu sína, heldur felur nokkrum sæmilega
sterkum, sjálfstæðum og ábyrgum aðiljum að spreyta sig á því, hver
geti leyst verkefnið sómasamlegast.“
í tíð Péturs stórjukust umsvif Landsbankans og útibúum og af-
greiðslustöðum bankans fjölgaði mjög, bæði út um land og í Reykja-
vík.
P étur mun hafa afnumið ýmsar óvenjur í starfsemi bankans, og stakk