Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 110
108
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
ANDVARI
Hlutverk Gunnlaðar sem hofgyðju er að stuðla að því að hringrásin geti
ótrufluð átt sér stað; hún gefur guðum og mönnum táknræna næringu með
því að vökva lífstréð á mörkum deyjandi dags og nætur sem er að fæðast,
þannig að máni fari fyrir sólu og lífið haldi áfram. Pað er líka embættisverk
hennar að vígja nýjan konung og helga konungdóm hans eftir að hann hefur
staðist þolraunirnar sem gera hann hæfan til að stjórna ríki sínu af visku og
auðmýkt gagnvart lögmáli gyðjunnar.
Hinn nýi konungur gefur gyðjunni hring að fórnargjöf, þá opnast skaut
jarðarinnar og klæddur í slönguskinn smýgur karlmaðurinn inn í neðanjarð-
arhvelfinguna þar sem hann skal deyja fórnardauða. Hann er bundinn við rót
lífstrésins, hann verður miðja alheimsins, hann skal pyntaður uns hann
horfist í augu við dauðaótta sinn og getur fæðst á ný — óttalaus. Vegna þess
að gyðjan hefur sýnt honum að sú tilvistarlega einsemd sem hann upplifir á
mörkum lífs og dauða, er forsenda lífsins og gefur því merkingu. Hún sýnir
honum að meginandstæðurnar eru ekki líf og dauði, heldur lífið og óttinn.
Nóttina sem þetta gerist, níundu nóttina, grætur allt sköpunarverkið kon-
unginn úr helju og jörðin fæðir hann að nýju. Hofgyðjan veitir honum drykk
lífsins úr kerinu helga og gyðjan holdgast í ungum líkama stúlkunnar sem
helgar konunginn á táknrænan hátt lífinu, frjóseminni, jörðinni, sólinni og
vatninu með samförum.
Þetta fer fram í salnum sólu fegri, hinum heilaga bústað gyð junnar sem er
skreyttur táknum hennar, sólartáknum úr gullinu sem hún fæðir af sér í
vötnum og árfarvegum þegar hún er reiðubúin til þess, þegar tími hennar
segir svo til um (65). Járnið er til í dalnum, í akuryrkjusamfélaginu, og það er
notað en það er óhreinn málmur og bannlýstur á mannamótum og í viðurvist
gyðjunnar. Pað er ekki hægt að framleiða járnið. Sjálf hugmyndin er hrylli-
leg. Hún þýðir að málmurinn er sóttur í jörðina, jörðin er rist á hol, líkami
hennar er limlestur, afskræmdur og ærð af sársauka og reiði mun jörðin slá
frá sér og heimurinn mun farast. Þetta er lögmál gyðjunnar sem Óðinn játast
undir þegar hann sver eiða sína og er helgaður konungur.
En Óðinn er nútímamaður. Hann hefur farið víða og lært af öðrum
þjóðum, öðrum siðum og hann hefur sínar hugmyndir um efnahagslegar
framfarir, hernaðarlega uppbyggingu, útþenslu og yfirráð. Þegar kon-
ungdæmi hans hefur verið helgað í faðmi Gunnlaðar brýst hann út úr helgi-
dóminum — og tekur með sér hið heilaga ker.