Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 110

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 110
108 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR ANDVARI Hlutverk Gunnlaðar sem hofgyðju er að stuðla að því að hringrásin geti ótrufluð átt sér stað; hún gefur guðum og mönnum táknræna næringu með því að vökva lífstréð á mörkum deyjandi dags og nætur sem er að fæðast, þannig að máni fari fyrir sólu og lífið haldi áfram. Pað er líka embættisverk hennar að vígja nýjan konung og helga konungdóm hans eftir að hann hefur staðist þolraunirnar sem gera hann hæfan til að stjórna ríki sínu af visku og auðmýkt gagnvart lögmáli gyðjunnar. Hinn nýi konungur gefur gyðjunni hring að fórnargjöf, þá opnast skaut jarðarinnar og klæddur í slönguskinn smýgur karlmaðurinn inn í neðanjarð- arhvelfinguna þar sem hann skal deyja fórnardauða. Hann er bundinn við rót lífstrésins, hann verður miðja alheimsins, hann skal pyntaður uns hann horfist í augu við dauðaótta sinn og getur fæðst á ný — óttalaus. Vegna þess að gyðjan hefur sýnt honum að sú tilvistarlega einsemd sem hann upplifir á mörkum lífs og dauða, er forsenda lífsins og gefur því merkingu. Hún sýnir honum að meginandstæðurnar eru ekki líf og dauði, heldur lífið og óttinn. Nóttina sem þetta gerist, níundu nóttina, grætur allt sköpunarverkið kon- unginn úr helju og jörðin fæðir hann að nýju. Hofgyðjan veitir honum drykk lífsins úr kerinu helga og gyðjan holdgast í ungum líkama stúlkunnar sem helgar konunginn á táknrænan hátt lífinu, frjóseminni, jörðinni, sólinni og vatninu með samförum. Þetta fer fram í salnum sólu fegri, hinum heilaga bústað gyð junnar sem er skreyttur táknum hennar, sólartáknum úr gullinu sem hún fæðir af sér í vötnum og árfarvegum þegar hún er reiðubúin til þess, þegar tími hennar segir svo til um (65). Járnið er til í dalnum, í akuryrkjusamfélaginu, og það er notað en það er óhreinn málmur og bannlýstur á mannamótum og í viðurvist gyðjunnar. Pað er ekki hægt að framleiða járnið. Sjálf hugmyndin er hrylli- leg. Hún þýðir að málmurinn er sóttur í jörðina, jörðin er rist á hol, líkami hennar er limlestur, afskræmdur og ærð af sársauka og reiði mun jörðin slá frá sér og heimurinn mun farast. Þetta er lögmál gyðjunnar sem Óðinn játast undir þegar hann sver eiða sína og er helgaður konungur. En Óðinn er nútímamaður. Hann hefur farið víða og lært af öðrum þjóðum, öðrum siðum og hann hefur sínar hugmyndir um efnahagslegar framfarir, hernaðarlega uppbyggingu, útþenslu og yfirráð. Þegar kon- ungdæmi hans hefur verið helgað í faðmi Gunnlaðar brýst hann út úr helgi- dóminum — og tekur með sér hið heilaga ker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.