Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 136

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 136
134 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI Líf hefst úr tómi og hnígur til tóms. Eyðingin er lögmál þess og starfar af handahófi, ómeðvitað og tillitslaust, fullt grimmdar í huga manna. - Afhelgun heimsins felur þannig ekki í sér algert afnám merkingar heldur öllu frekar um- snúning, firringu þar sem áður var nánd. Andstæða sjálfs og heims er staðfest jafnframt því sem hið illa er byggt inn í tilvistina sjálfa. í því fólust mikilvæg umskipti: uppgjör við hugmyndafræði fyrri tíðar, skáldskap rómantíkur og ný- rómantíkur. Rómantíkin og hið illa Hugsun rómantíkera einkennist af fullkomnunarþrá. Heimurinn er í augum þeirra vettvangur vonar og draums, tengdur sjálfinu á dulkynjaðan hátt. Svipað næmi kemur fram í nýrómantískum bókmenntum aldamótanna þótt forsendur þeirra væru aðrar og ólíkar. Hin nýja bókmenntakynslóð óx inn í heim sem hún sjálf varð að gæða merkingu, frjáls til að velja og hafna, möguleikarnir margfalt fleiri en áður höfðu boðist. Margir biluðu. Frelsið var of kröfuhart svo þeir svæfðu hugsun sína og leituðu friðar í einhvers konar óvirku ástandi: andatrú, rómantík, hughyggju. Skópu sér á þann hátt annan heim handan raunveruleik- ans. Sumir héldu dauðahaldi í gamlar siðahugmyndir þótt forsendur þeirra væru brostnar, samþykktu án sannfæringar guðlega leiðsögn, gerðu nytsemina að mælikvarða allra gilda. Reyndu með því að hverfa aftur til þess tíma er vald- ið var ótvírætt, skipulagið. Aðrir höfnuðu öllum slíkum lausnum og glötuðu við það viljanum til lífs. Niðurrifið náði á þeim heljartökum - viljinn til einskis. Loks voru þeir sem reyndu að gæða heiminn nýju samhengi, endurbyggja hann á mennskum forsendum. Þeir gengu einatt út frá einstaklingnum, sjálfsver- unni, boðuðu algera lífsjátningu ogofurmennishyggju. Þeirvildu breyta veröld sem ekki samrýmdist tilfinninganæmi þeirra og sköpunarþörf. Þessi hugsunarháttur birtist einkar glöggt í fyrri ljóðum Jóhanns Sigurjóns- sonar. Hann reyndi framan af að sigrast á sjálfum sér með því að byggja nýjan sjálfumleika er leggja átti undir sig heiminn. Þrá hans var öðru fremur tilvistar- krafa, leið til sjálfsgildis, tilgangs. Að öðrum kosti — fánýtt líf og út í hött. í vissum skilningi var Jóhann líkastur málara frammi fyrir auðum striga. Mark- mið hans var að mála heiminn með eigin óskalitum, gera veruleikann að lista- verki, færa hann í búning skáldskapar. Sá hann þá sjálfan sig í gervi skaparans, löggjafans. í því skyni fyllti Jóhann rými hins yfirskilvitlega með manninum sjálfum, gæddi tómleikann nýju innihaldi, felldi í eitt ólík tilverusvið. Jóhanni varð fljótlega Ijóst að nýrómantíkin var nýtt form lífsblekkingar. Að hún var tilraun til að viðhalda skipulagi sem átti sér ekki lengur neina stoð. Verk hans á árunum 1905-1917 eru samfellt uppgjör við nýrómantískar lausnir. Viðhorfin til hins illa gjörbreyttust á fyrstu áratugum þessarar aldar eins og fram hefur komið. Það er ljóst séu verk höfunda eins og Jóhanns, Gunnars \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.