Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 83
STEFÁN BJARMAN
Bréf til látins vinar míns
- með viðauka
(Hugsaður formáli að þýðingu minni á
„Hverjwn klukkan glymur“)
Haganesi við Mývatn, 10. ágúst 1947.
Kæri æskuvinur!
Ég þarf að skrifa formálsorð fyrir þessari bók, og það vefst fyrir mér, og þá
dettur mér allt í einu í hug að skrifa þér um það, og þá er það allt svo létt og ein-
falt.
Manstu fyrir þremur árum, rétt um þetta leyti, að ég var gestkomandi í
Reykjavík og sat heima hjá þér í innri stofunni í ljósaskiptunum og borðaði hjá
þér kvöldmat, og hann Ragnar í Smára kom inn til okkar á þennan hljóðláta og
sakleysislega hátt sem hann er vanur að koma inn á, og fór að ganga um gólf, og
borðaði frá okkur allt heilhveitibrauðið og ostinn, á meðan hann sagði okkur
frá að nú væru það tvær bækur sem hann þyrfti endilega að fá þýddar, og annað
væri norsk bók sem hann nafngreindi, og hitt væri For Whom the Bell Tolls eftir
Ernest Hemingway,- „og hvora þeirra ætlarðu nú að þýða fyrir mig, Stefán?“
sagði hann, og ég sagði að ég hefði engan áhuga á norsku bókinni, en um hina
gegndi reyndar allt öðru máli. Ég hefði á henni mikinn áhuga, alltof andskoti
mikinn áhuga, og áliti hana á margan hátt einhverja fullkomnustu bók sinnar
fegundar sem ég hefði lesið, en hún væri einhver al-upplagðasta bók til að gjör-
eyðileggja í þýðingu, og eiginlega óþýðanleg með öllu, nema þá kannski einum
rnanni sem ég tilgreindi. En Ragnar kvað hann ekki tiltækan, og sat fastur við
sinn keip og bauð mér kostakjör eins og hans er vandi. Við ræddum svo um
þetta fram og aftur um stund, og endirinn var sá að ég lofaði að gefa fullnað-
arsvar eftir nokkurn umhugsunarfrest, en lét þess jafnframt getið að ég væri
hræddur um að það yrði neikvætt.
Þú varst strax undarlega meðmæltur að ég tæki að mér bókina, og mér er
jafnvel ekki grunlaust um að uppástungan hafi í fyrstunni óbeinlínis komið frá
þér. Ég skildi þetta ekki þá, en nú þegar ég hugsa til baka finnst mér ég skilji
Það betur. Ég átti mjög andstætt um þessar mundir, var illa heilsubilaður og
stóð á erfiðum tímamótum í lífi mínu. Ég held þú hafir hugsað þetta sem heppi-
6