Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 165
ANDVARI
„LANI) MÍNS FÖÐUR''
163
Stjörnufákur, Heiðalóur, Hvítur heimur, Móðursorg, Tvœr verur, Slys,
Tryggur og Smásaga um ástina, svo að nokkur séu nefnd. En bæði kímni
Jóhannesar og dýraást er líka afar glögg í ýmsum barnaljóðum hans, sem eru
einn þátturinn, sem ekki má gleyma, í sinfóníu hans um land og þjóð.
í kvæðunum Karlfaðir minn og Jón Sigurðsson er skáldið oftast áhorfandi,
talar um þá í þriðju persónu og lýsir þeim og örlögum þeirra. En í ljóðinu Vér
öreigar er Jóhannes orðinn beinn þátttakandi, setur sig í spor og mælir fyrir
munn allra íslenskra öreiga og erfiðismanna frá landnámstíð, sem nú kveðja
sér hljóðs og heimta rétt sinn til jarðarinnar, minnugir dapurlegrar sögu
sinnar. Því má einnig gefa gaum, að í þessu ljóði um þá, sem eru að hrista af
sér okið, slítur Jóhannes líka af sér „rósfjötra rímsins“ í fyrsta sinn og yrkir
undir frjálsum hætti, sem fellur einstaklega vel að efni kvæðisins og inntaki. í
þessu ljóði er ísland fyrirheitna landið, sem þeir eiga og hafa gert að því, sem
það er, en auðmenn og höfðingjar meinað þeim að njóta frá því að þeir héldu
hingað sem lítilsvirtir húskarlar og herteknir þrælar böðla sinna, víkinganna,
sem kúguðu krafta þeirra ,,til að fleyta sér til hins fyrirheitna lands“, sem reis
úr hafi.
Svo slógu þeir eign sinni á allt, —
óðulin risu um nes og dali,
óðul þeirra — ekki vor.
Því hvað hlutum vér?
Einungis áþján og strit:
Þeir beittu oss fyrir plóga sína,
unz blóð vort rann.
Og torfið ristum vér
og roguðumst með grjótið
í garða þeirra.
Og svo var hent í oss sem hunda
höfðingjaleifunum.
En nú eru öreigarnir vaknaðir, og um leið og þeir heita því að frelsa hið
fyrirheitna land með rétti sínum og niðja sinna til nýs, mannlegs lífs, leggur
skáldið þeim þessi orð á tungu:
Aldrei elskum vér jörðina
af öllu hjarta,
fyrr en land, sjór og loft
verða öryggistákn tilveru vorrar.
AJla ævi dreymdi Jóhannes úr Kötlum um, að ísland gæti orðið íslending-
urn slíkt öryggistákn.
Fimmta kvæðasafn hans, Hrímhvíta móðir (1937), er safn ljóða, sem öll
eru tengd sögu íslands og lífsstríði þjóðarinnar. Pað hefst á ljóðinu Söguhetj-