Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 17
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
15
Bretum, og þeir létu það ekki bitna á okkur þá, þótt þeir ættu í ófriði
við konung þann, sem ríkjum réði á íslandi.
Heimsstyrjöldin 1914-18 færði íslendingum heim sanninn um það,
að öllum þeirra málum væri best komið í þeirra eigin höndum, og
fullveldi landsins var viðurkennt nærri samtímis því að stórþjóðirnar
lögðu niður vopnin.
I þriðju stórveldastyrjöldinni leiddu atvikin til þess, að sambands-
þjóð okkar gat ekki lengur farið með þau mál er henni höfðu verið falin
á okkar vegum og að við urðum að taka í eigin hendur meðferð
konungsvalds. Eins og vel sómdi báðum þjóðum, varð þetta ekki að
neinu ágreiningsefni með okkur og Dönum.
En stuttu eftir að við höfðum tekið öll okkar mál í eigin hendur, og
eftir að tvær höfuðþjóðirnar í hinum enskumælandi heimi höfðu
viðurkennt þetta ástand með því að veita fulltrúum íslensku stjórnar-
innar viðtöku, fór það svo að ísland dróst inn í hringiðuna og var
hernumið. Það sæmir ekki, að ég leggi neinn dóm á þau atvik að þessu
sinni, þótt það sé skylt að segja að margar Evrópuþjóðir séu nú að
ósekju verr farnar en við. Og einnig er vert að minnast þess, að það ríki,
sem hefur hernumið ísland, er hið sama sem fyrir 130 árum rak
hungurvofuna frá ströndum landsins án þess að heimta nokkur hlunn-
indi sér til handa á eftir, — og átti þó öll ráð landsins í hendi sér. Ég veit,
að ýmsir hinir bestu íslendingar hafa ugg út af hernáminu, að það muni
leiða til langvarandi eða ævarandi hafta á sjálfstæði landsins. En höfum
við ástæðu til þess að tortryggja hin hátíðlegu loforð Bretastjórnar í því
efni? — Þeirrar stjórnar sem reiðubúin er að ræða hvert mál, sem fram
er borið af hálfu hins minnsta Evrópuríkis, á þann hátt er jafningjar
ræða, á grundvelli réttlætis og sanngirni, en ekki aflsmunar. — Nei,
þótt dimmt sé yfir í svip mun það sannast, að
eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir.“
Á styrjaldarárunum fór nær allur útflutningur okkar til Bretlands og
þar gátum við keypt með aðstoð stjórnvalda ýmsar vörutegundir sem
hörgull var á. Öll þessi viðskipti fóru fram fyrir milligöngu íslenska
sendiráðsins í London. Var það geysimikið starf, ýmiskonar umsýslan í
sambandi við sölu afurða okkar.
Þegar Pétur kom snöggvast heim 1944 notuðu útvegsmenn og for-