Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 13
ANDVARI
PÉTUR BENEDIKTSSON
11
skólanum höfum verið? ... Nei, kæru skólabræður, skólaminningamar
eru ekki bundnar við þess háttar atvik, þegar ljós þekkingarinnar er að
laumast inn í svartnættið, sem fyrir var í hugum okkar. Við skulum einu
sinni á ævinni vera hreinskilnir og játa, að það, sem við minnumst, eru
bendurnar, róstur í skólafélögum og þá umfram allt óknyttirnir . . .
Lærðum við þá ekkert í skólanum? Sei-sei, jú, — feikn og firn. Við
vorum að puða við þetta myrkranna á milli og miklu lengur í skamm-
deginu. Alltaf loðir eitthvað við, segir máltækið. Mér er nær að halda,
að eitthvað muni ég enn af öllum þeim fróðleik, sem í mig var troðið, en
illa treysti ég mér til að nefna dæmi. Hvaða menntamaður treystir sér
til þess, óviðbúinn og undirbúningslaust, að ganga undir inntöku-
próf?“
Hann dáði grasafræðikennarann er tók stundum með sér í tíma
„doðrant með grasamyndum, sem við áttum að þekkja. Þá brá hann
þumalfingri yfir nafnið undir myndinni og sagði með hægri kímni: „Ef
ég skyldi nú vera sá klaufi á prófi að vera of seinn á mér með þumal-
fingurinn, þá er það ekki ykkar sök, þótt þið verðið fyrri til að lesa
nafnið.“ — Þetta var maður,“ skrifaði Pétur: „Hann þjáðist ekki af
þeim algenga misskilningi kennarastéttarinnar, að þeirra sé sóminn
mestur að sýna sem gleggst vanþekkingu nemenda sinna á prófi, rétt
eins og ung „pólití“ halda, að aðalatriðið sé að koma sem flestum
„fullu-köllum“ í svartholið.“
Þegar Pétur hafði lokið stúdentsprófi spurði Ragnhildur amma hans
hvað hann hygðist læra í Háskólanum. „Ég ætla að lesa lögfræði,“
sagði Pétur. „Af hverju viltu ekki heldur lesa norrænu og verða
menntaður maður?“ spurði gamla konan. Pétri vafðist tunga um tönn,
en bar því við að hann myndi fá betri stöðu löglærður, auk þess sem
hann vildi undir engum kringumstæðum verða skólakennari. „Það var
martröð á mér í skóla,“ sagði hann í Minningum úr Menntaskóla, „að
ég ætti eftir að verða kennari og fá allt endurgoldið með rentum og
renturentum. Parna er komin ástæðan til þess, að ég las lögfræði. Ég
þekkti ekkert dæmi til þess að löglærðum manni væri hleypt í skóla-
kennarastöðu.“
Á háskólaárunum sást Pétri oft bregða fyrir á þingpöllum og hann
tók að skrifa pólitískar greinar í Vísi, þar sem Baldur föðurbróðir hans
ýar við ritstjóm, en jafnan undir dulnefni eins og þá var títt. Að sögn
Ólafar Benediktsdóttur munu bræður hennar allir hafa fylgt Frjáls-
tynda flokknum að málum og var B jarni t.d. „fundarstjóri á þeim fundi