Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 44
42
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
Fiskmatsráð við stofnun þess 1960 og í Fríverslunarnefnd 1961, settist
í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1962 og kosinn í
stjórn Hjartaverndar við stofnun hennar 1964.
Þá beitti Pétur sér í ýmsum ópólitískum hitamálum samtímans.
Hann skrifaði t.d. gegn byggingu Hallgrímskirkju, lagði til að efnt yrði
til „verðlaunasamkeppni um framhald kirkjubyggingarinnar“ og smíði
hennar tafin „þangað til tekist hefur að bylta teikningunum í það horf
að hún verði minningu sálmaskáldsins samboðin.“ Hann hélt erindi í
útvarp um frægt fjársvikamál og taldi „örugglega víst, að hér eru farin
að myndast bófafélög, sem stunda margar tegundir glæpa og þar sem
hver glæpamaður styður annan með ráðum og dáð.“ Og Pétur Bene-
diktsson barðist ákaft fyrir kosningu dr. Kristjáns Eldjárns í embætti
forseta íslands, — svo fátt eitt sé upp talið.
Fljótlega eftir heimkomu sína varð Pétur auk allra annarra umsvifa
einskonar fimmti ritstjóri að Nýju Helgafelli, sat jafnan ritstjórnar-
fundi með ritstjórunum Ragnari Jónssyni, Tómasi Guðmundssyni,
Kristjáni Karlssyni og Jóhannesi Nordal, en þeir fimm höfðu jafnan
fyrir sið að borða saman einu sinni í viku á Naustinu.
í einni af greinum sínum í Nýju Helgafelli fjallaði Pétur á sígildan
hátt um nauðsyn þess fyrir íslenska þjóðmenningu að íslensk fræði,
fornbókmenntirnar, væru lifandi eign almennings, en ekki aðeins sér-
fræðinga, og að alþýða manna hefði þörf og áhuga til að fjalla um þau
með sérfræðingunum:
„Örlögin ráku mig um daginn inn á matsöluhús kaupfélags eins á
Norðurlandi. Sat ég þar einn við borð að morgni dags og fékk mér
hressingu. Væri þetta síst í frásögur færandi, ef það hefði ekki orðið til
þess, að ég fór að leggja hlustirnar við tali tveggja borgara bæjarins,
sem dvalist hafði yfir morgunkaffinu. Áður en ég hafði numið orðaskil
í viðræðu þeirra, veitti ég því athygli, að hinn eldri var all-ákafur og lét
sér næsta annt um að sannfæra hinn um eitthvert mikilsvert atriði. Mér
datt fyrst í hug, að mennirnir væru að ræða um gengislækkun eða
bæjarstjórnarkosningar, en brátt heyrði ég að svo var ekki. Umræðu-
efnið var skýring vísu einnar allflókinnar í Egils sögu. Pótt mér tækist
ekki að fylgja þræðinum í samtalinu til fulls, duldist mér ekki, að allar
skýringar hinna lærðu útgefenda voru vegnar og léttvægar fundnar.
Mátti þó virða þeim villu sína til vorkunnar, sem séð hefðu um útgáfu
sögunnar, áður en Eiríkur læknir Kjerúlf benti á hina einu réttu