Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 74
72
GYLFI GRÖNDAL
ANDVARI
og hvolft í handritið um leið, svo og orðið gersamlega viðskila við snilld sína á
annarri hverri. blaðsíðu.
En um það bil sem ég var farinn að hugleiða að halda áfram Herdísarsögu,
skrifa Vorkalda jörð, lækkaði pólitísk nefnd skáldalaun mín um helming. Þá
skrifaði ég stutta skáldsögu, Litbrigði jarðarinnar, og fór að því búnu að hug-
leiða Herdísarsögu. Sá hængur var hins vegar á, að mér stóð ekki til boða nein
fyrirframgreiðsla, á meðan ég væri að semja annað bindi sögunnar.
Um sama leyti var lagt fast að mér að þýða 500 blaðsíðna skáldsögu, og
skyldu þýðingarlaun vera eins og fyrir venjulega reyfaraþýðingu, en mánaðar-
lega yrði mér greitt upp í hana, meðan á verkinu stæði.
Ég var kvæntur maður og við hjónin áttum son, svo að ég tók þessu boði. Ég
reyndi í senn að ná þeim blæ, sem var á sögunni og vanda málfar, svo sem Jón
Helgason hafði brýnt fyrir mér. En fyrir vikið var ég helmingi lengur að þýða
bókina en ég hafði ætlað.
Að því loknu tók ég til við Vorkalda jörð -og lauk við söguna haustið 1951,
en út kom hún í desember sama ár.
Þegar ég var blaðamaður
Viðamesti sagnaflokkur Ólafs Jóhanns fjallar um hernámsárin, sagan um Pál
Jónsson blaðamann. Um tilurð hennar, sem spannarþrjátíu ár, fjallarhann ítar-
lega hér á eftir, enfyrst var hann aðþvíspurður, hvernigþað atvikaðist, að hann
fór í Bretavinnuna á hernámsárunum:
Til þess bar tvennt. í fyrsta lagi var svo illa borgað fyrir prófarkalestur á þeim
árum, að naumast var hægt að fæða sig og klæða fyrir launin. í annan stað lang-
aði mig til að kynnast Bretavinnunni og hafði þá sitthvað í huga.
Ég byrjaði sem verkamaður 15. maí 1941, en einn góðan veðurdag afréð ég
að gerast múrari hjá Bretum; útvegaði mér tvær múrskeiðar, tvö múrbretti og
hallamæli. Síðan gekk ég á fund verktakans og hækkaði á augabragði í tign —
og vitaskuld launum. Um það er lauk starfa mínum hafði ég nemanda og gaf
honum besta vitnisburð að skilnaði!
Ég hafði heitið því að hætta í Bretavinnunni 15. september og fara sam-
dægurs heim til foreldra minn, en svo var um talað, að ég færi aftur að vinna að
prófarkalestri 1. október.
Við það stóð ég.
En hernámsárin, þessi örlagaþrungnu aldahvörf í lífi og sögu þjóðarinnar,
sóttu með einhverjum hætti fast á alla — og ég var engin undantekning í þeim
efnum.
Páls saga átti sér æði langan aðdraganda.
Haustið 1942 ákvað ég að hætta að lesa prófarkir, nema hvað ég hét öndveg-