Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 91
ANDVARI
BRÉFTIL LÁTINS VINAR Mf NS - MEÐ VIÐAUKA
89
un í nýrum, á Landakotsspítala í Reykjavík. Hann hafði stundað nám að hluta
í U.S. A., og kynnzt sveitamállýzku sem bókin er rituð á. Svo ég heimsótti hann
alla daga þegar hann var nægilega hress, og las alla bókina upphátt fyrir hann.
Honum fannst ákaflega mikið til um hana og skoraði á mig - og tók eiginlega
hálfgert loforð af mér- að reyna að þýða hana. Þannig byrjaði það, og þar átti
Erlendur ekki hlut að máli - hann las víst ekki bókina fyrr en seinna, í danskri
þýðingu. Það var þó ekki fyrr en sumarið 1942 sem ég sýndi lit á að efna hið
hálfgerða loforð við Steingrím, en þá stóð svo á fyrir mér að ég hafði fyrir
nokkru orðið fyrir alvarlegu meiðsli, brotið og brákað í mér sex rif og skaddað
hryggsúluna, sem ég hef aldrei orðið samur maður af. Svo ég réði mér heilsu-
bótarvist hjá vinafólki mínu í Haganesi í Mývatnssveit, og byrjaði að dunda við
þýðinguna, án þess að tala við nokkurn útgefanda! Af hendingu hafði ég sam-
band við fornvin minn (og drykkjubróður), Magnús Ásgeirsson, og hann fékk
hjá mér tvo kafla innan úr miðri bókinni, og sýndi Ragnari í Smára þá, sem
hringdi strax í mig og vildi kaupa þýðinguna. Seinna eftirlét svo Ragnar ykkur
í Máli og menningu útgáfu þýðingarinnar: Og er þá þessi langi formáli loksins
að bíta í sporðinn á sér. Aðeins á ég eftir að bera fram síðbornar þakkir til þess
manns sem lagfærði og betrumbætti handrit mitt, en sem ég víst í fyrstu tók úr-
stinnt upp, af bláberri minnimáttarkennd. Mig grunar að það hafi verið Krist-
inn sjálfur, en hafi það verið einhver annar, þá flytur Kristinn þakkir mínar
áfram. - Semsagt, bókin, „Þrúgur reiðinnar“, kom á réttum tíma, hitti í mark.
Og ég fékk mikið, og á margan hátt, óverðskuldað hrós fyrir þýðinguna, og þar
er komin skýringin á að Ragnar skyldi leita til mín um þýðingu á hinni, að réttu
lagi, óþýðanlegu bók Hemingway’s.
Erlendur hafði um þessar mundir náð alveg einstæðu andlegu steinbítstaki á
Ragnari, sem Ragnar býr enn að, þótt stundum ruglist hann í ríminu, blessað-
ur; og tvímælalaust hefur uppástungan um að orðfæra þýðinguna við mig kom-
ið frá Erlendi, því nokkru áður höfðum við Erlendur lesið bókina mjög vand-
lega saman á frummálinu, og Erlendi var kunnugt að ég mat hana flestum bók-
um framar. Sjálfur hafði ég ætíð talið víst að Laxness mundi þýða hana, en af
einhverjum ástæðum vildi hann það ekki. - Hitt varð mér ekki kunnugt fyrr en
nokkru eftir að ég var byrjaður á þýðingunni, að annar maður (Emil Thor-
oddsen) hafði þegar lokið við þýðingu bókarinnar fyrir Ragnar, en þýðing hans
verið dæmd ónothæf (ég held af Erlendi og Laxness og kannski fleirum). Þetta
snart mig afar illa, og hefði ég vitað það í upphafi mundi ég ekki hafa snert við
bókinni, því við Emil vorum mjög góðir vinir. Ég sá aldrei neitt af þýðingu
Emils, utan einn eða tvo stutta kafla, sem höfðu verið prentaðir nokkru áður í
vikuriti Ragnars — hét það ekki Heimilisblaðið?
Jæja, nú getum við tekið upp þráðinn aftur þar sem lauk upphafskaflanum úr
bréfi mínu til Erlends látins, dags. 10. ágúst 1947. Eins og þar er sagt í lokin,
sendi ég Erlendi (um hendur Ragnars), til yfirlesturs, það sem ég var búinn með