Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 91

Andvari - 01.01.1988, Side 91
ANDVARI BRÉFTIL LÁTINS VINAR Mf NS - MEÐ VIÐAUKA 89 un í nýrum, á Landakotsspítala í Reykjavík. Hann hafði stundað nám að hluta í U.S. A., og kynnzt sveitamállýzku sem bókin er rituð á. Svo ég heimsótti hann alla daga þegar hann var nægilega hress, og las alla bókina upphátt fyrir hann. Honum fannst ákaflega mikið til um hana og skoraði á mig - og tók eiginlega hálfgert loforð af mér- að reyna að þýða hana. Þannig byrjaði það, og þar átti Erlendur ekki hlut að máli - hann las víst ekki bókina fyrr en seinna, í danskri þýðingu. Það var þó ekki fyrr en sumarið 1942 sem ég sýndi lit á að efna hið hálfgerða loforð við Steingrím, en þá stóð svo á fyrir mér að ég hafði fyrir nokkru orðið fyrir alvarlegu meiðsli, brotið og brákað í mér sex rif og skaddað hryggsúluna, sem ég hef aldrei orðið samur maður af. Svo ég réði mér heilsu- bótarvist hjá vinafólki mínu í Haganesi í Mývatnssveit, og byrjaði að dunda við þýðinguna, án þess að tala við nokkurn útgefanda! Af hendingu hafði ég sam- band við fornvin minn (og drykkjubróður), Magnús Ásgeirsson, og hann fékk hjá mér tvo kafla innan úr miðri bókinni, og sýndi Ragnari í Smára þá, sem hringdi strax í mig og vildi kaupa þýðinguna. Seinna eftirlét svo Ragnar ykkur í Máli og menningu útgáfu þýðingarinnar: Og er þá þessi langi formáli loksins að bíta í sporðinn á sér. Aðeins á ég eftir að bera fram síðbornar þakkir til þess manns sem lagfærði og betrumbætti handrit mitt, en sem ég víst í fyrstu tók úr- stinnt upp, af bláberri minnimáttarkennd. Mig grunar að það hafi verið Krist- inn sjálfur, en hafi það verið einhver annar, þá flytur Kristinn þakkir mínar áfram. - Semsagt, bókin, „Þrúgur reiðinnar“, kom á réttum tíma, hitti í mark. Og ég fékk mikið, og á margan hátt, óverðskuldað hrós fyrir þýðinguna, og þar er komin skýringin á að Ragnar skyldi leita til mín um þýðingu á hinni, að réttu lagi, óþýðanlegu bók Hemingway’s. Erlendur hafði um þessar mundir náð alveg einstæðu andlegu steinbítstaki á Ragnari, sem Ragnar býr enn að, þótt stundum ruglist hann í ríminu, blessað- ur; og tvímælalaust hefur uppástungan um að orðfæra þýðinguna við mig kom- ið frá Erlendi, því nokkru áður höfðum við Erlendur lesið bókina mjög vand- lega saman á frummálinu, og Erlendi var kunnugt að ég mat hana flestum bók- um framar. Sjálfur hafði ég ætíð talið víst að Laxness mundi þýða hana, en af einhverjum ástæðum vildi hann það ekki. - Hitt varð mér ekki kunnugt fyrr en nokkru eftir að ég var byrjaður á þýðingunni, að annar maður (Emil Thor- oddsen) hafði þegar lokið við þýðingu bókarinnar fyrir Ragnar, en þýðing hans verið dæmd ónothæf (ég held af Erlendi og Laxness og kannski fleirum). Þetta snart mig afar illa, og hefði ég vitað það í upphafi mundi ég ekki hafa snert við bókinni, því við Emil vorum mjög góðir vinir. Ég sá aldrei neitt af þýðingu Emils, utan einn eða tvo stutta kafla, sem höfðu verið prentaðir nokkru áður í vikuriti Ragnars — hét það ekki Heimilisblaðið? Jæja, nú getum við tekið upp þráðinn aftur þar sem lauk upphafskaflanum úr bréfi mínu til Erlends látins, dags. 10. ágúst 1947. Eins og þar er sagt í lokin, sendi ég Erlendi (um hendur Ragnars), til yfirlesturs, það sem ég var búinn með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.