Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 58
56
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
varðar og hann lét frá sér fara. Engu að síður langar mig til að varpa hér fram
tilgátu, þó að ekki sé nema til ofurlítils mótvægis við hugmyndarýni Kristins
E. Andréssonar. Hún er í sem stystu máli sú, að í skáldinu Guðmundi
Kamban hafi leynst tveir ólíkir menn: harmleikjaskáld og siðbótarmaður.
Báðir áttu þeir afar sterk ítök í honum og þiggja kannski innst inni næringu af
sömu rót: hinni óvanalegu djúpu réttlætiskennd Kambans. Allt um það líta
þessir tveir mannlegt líf svo gerólíkum augum að þeir geta aldrei átt samleið
til lengdar, annar bjartsýnismaður sem trúir því að mannskepnan geti þrátt
fyrir alla örðugleika bætt hlutskipti sitt, skapað af eigin mætti og rammleik
betri heim að lifa í; hinn bölsýnismaður sem telur allt slíkt tálvonir og finnst
sem dauði og forgengileiki geri alla mannlega viðleitni að hlægilegu fánýti. Ég
skal reyna að skýra svolítið nánar togstreitu þessara andstæðu póla í skáld-
skap Kambans, þó að mér sé fullkomlega ljóst hversu fátækleg sú tilraun
hlýtur að verða.
Eegar litið er yfir höfundarferil Kambans vekur athygli að bestu verk hans
eru nánast öll harmræns eðlis, allt frá Höddu Pöddu til Skálholts. Áberandi
einkenni þessara verka er að hetjurnar standa frammi fyrir tveimur kostum:
að afneita einhverju sem er þeim dýrmætara og helgara en lífið sjálft, eða
falla að öðrum kosti. Allar kjósa að sjálfsögðu síðari kostinn og sanna með
því gildi sitt og manndóm. Þau verðmæti, sem barist er fyrir, eru að sönnu
mismunandi: Róbert Belford fellur fyrir hugsjónir sínar og siðferðiskröfur,
Höddu Pöddu, Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Ernest Mclntyre er hreinlyndi
og tryggð í tilfinningasökum æðra en allt annað. Það sem sameinar þessar
persónur er óbeit á allri lygi, hugrekki og viljaþrek. Dauði þeirra er beiskur,
en hann er eini kosturinn sem sannleikselskandi einstaklingur á völ
á, vilji hann halda sjálfsvirðingu sinni í heimi fláttskapar, heimsku og misk-
unnarleysis. „Allir lifa til engis“ segir Róbert Belford, þegar hann biður vin
sinn um að færa sér dauðann í fangelsið, og bætir síðar við: „Skussinn og
risinn hafa ónæmar taugar, en mannsins sonur hefur of fíngerðan líkama til að
bera sinn eigin kross.“ Hlutur mannsins á þessari jörð er böl og dauði, og í
rauninni er aðeins eitt sem veitir huggun: að til skuli vera einstaklingar sem
þora að rísa gegn óréttinum, slá ekki af og eru trúir sjálfum sér til loka.
Grannt skoðað eru slíkir menn auðvitað sigurvegarar, Iíf þeirra og umfram
allt dauði staðfesting einhverrar æðri vonar á bak við myrkrið í mannheimi.
Það verður hver að meta við sjálfan sig hvort honum finnst lýsingar Kambans
á þessu fólki mengaðar hugsjónatrú eða jafnvel óskhyggju sem draga úr
skírskotun þeirra til þess veruleika sem við þekkjum og lifum. Óneitanlega
bera þær dálítið ofurmannlegan og fjarlægan svip — nema það sé aðeins
okkar eigin skortur á siðferðisþreki sem gerir okkur erfitt fyrir að trúa á slíkar
hetjur. Eg verð a.m.k. að segja fyrir mitt leyti að mér finnst engin þessara
persóna jafn átakanlega tragísk og Brynjólfur biskup sem lætur ofmetnast af