Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 58

Andvari - 01.01.1988, Page 58
56 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI varðar og hann lét frá sér fara. Engu að síður langar mig til að varpa hér fram tilgátu, þó að ekki sé nema til ofurlítils mótvægis við hugmyndarýni Kristins E. Andréssonar. Hún er í sem stystu máli sú, að í skáldinu Guðmundi Kamban hafi leynst tveir ólíkir menn: harmleikjaskáld og siðbótarmaður. Báðir áttu þeir afar sterk ítök í honum og þiggja kannski innst inni næringu af sömu rót: hinni óvanalegu djúpu réttlætiskennd Kambans. Allt um það líta þessir tveir mannlegt líf svo gerólíkum augum að þeir geta aldrei átt samleið til lengdar, annar bjartsýnismaður sem trúir því að mannskepnan geti þrátt fyrir alla örðugleika bætt hlutskipti sitt, skapað af eigin mætti og rammleik betri heim að lifa í; hinn bölsýnismaður sem telur allt slíkt tálvonir og finnst sem dauði og forgengileiki geri alla mannlega viðleitni að hlægilegu fánýti. Ég skal reyna að skýra svolítið nánar togstreitu þessara andstæðu póla í skáld- skap Kambans, þó að mér sé fullkomlega ljóst hversu fátækleg sú tilraun hlýtur að verða. Eegar litið er yfir höfundarferil Kambans vekur athygli að bestu verk hans eru nánast öll harmræns eðlis, allt frá Höddu Pöddu til Skálholts. Áberandi einkenni þessara verka er að hetjurnar standa frammi fyrir tveimur kostum: að afneita einhverju sem er þeim dýrmætara og helgara en lífið sjálft, eða falla að öðrum kosti. Allar kjósa að sjálfsögðu síðari kostinn og sanna með því gildi sitt og manndóm. Þau verðmæti, sem barist er fyrir, eru að sönnu mismunandi: Róbert Belford fellur fyrir hugsjónir sínar og siðferðiskröfur, Höddu Pöddu, Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Ernest Mclntyre er hreinlyndi og tryggð í tilfinningasökum æðra en allt annað. Það sem sameinar þessar persónur er óbeit á allri lygi, hugrekki og viljaþrek. Dauði þeirra er beiskur, en hann er eini kosturinn sem sannleikselskandi einstaklingur á völ á, vilji hann halda sjálfsvirðingu sinni í heimi fláttskapar, heimsku og misk- unnarleysis. „Allir lifa til engis“ segir Róbert Belford, þegar hann biður vin sinn um að færa sér dauðann í fangelsið, og bætir síðar við: „Skussinn og risinn hafa ónæmar taugar, en mannsins sonur hefur of fíngerðan líkama til að bera sinn eigin kross.“ Hlutur mannsins á þessari jörð er böl og dauði, og í rauninni er aðeins eitt sem veitir huggun: að til skuli vera einstaklingar sem þora að rísa gegn óréttinum, slá ekki af og eru trúir sjálfum sér til loka. Grannt skoðað eru slíkir menn auðvitað sigurvegarar, Iíf þeirra og umfram allt dauði staðfesting einhverrar æðri vonar á bak við myrkrið í mannheimi. Það verður hver að meta við sjálfan sig hvort honum finnst lýsingar Kambans á þessu fólki mengaðar hugsjónatrú eða jafnvel óskhyggju sem draga úr skírskotun þeirra til þess veruleika sem við þekkjum og lifum. Óneitanlega bera þær dálítið ofurmannlegan og fjarlægan svip — nema það sé aðeins okkar eigin skortur á siðferðisþreki sem gerir okkur erfitt fyrir að trúa á slíkar hetjur. Eg verð a.m.k. að segja fyrir mitt leyti að mér finnst engin þessara persóna jafn átakanlega tragísk og Brynjólfur biskup sem lætur ofmetnast af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.