Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 63
GYLFI GRÖNDAL
„Eg minnist þvínær dag hvern
bernsku minnar“
Síðasta viðtalið við ÓlafJóhann Sigurðsson
Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur lést í Reykjavík 30. júlí 1988, tæplega sjötugur að aldri.
Hans var að vonum minnst í fjölmiðlum og drepið á helstu einkenni á skáldskap hans. Höfundar-
ferill Ólafs náði yfir meir en hálfa öld. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ljóð, eru í senn fjölbreyti-
leg og óvenjusamfelld, heilsteypt eins og maðurinn var sjálfur. - Enn um sinn verður að bíða þess
að gerð sé úttekt á skáldskap hans og lagt á hann listrænt og sögulegt mat. Andvari vill hins vegar
minnast Ólafs Jóhanns með því að birta fróðlegt viðtal sem Gylfi Gröndal átti við skáldið fyrir
Ríkisútvarpið á síðasta ári. Geta má þessað á þessu hausti, 1988, kom út síðasta ljóðabók Ólafs, Að
lokum, sem hann hafði nærfellt gengið frá skömmu fyrir dauða sinn.
Ritstj.
Við andlát Ólafs Jóhanns Sigurðssonar féll í valinn eitt fágaðasta skáld, sem
skrifað hefur á íslenska tungu.
Peir sem kynntust vandvirkni hans, sjálfsögun og sársaukafullri leit að full-
komnun, þurftu síst að undrast hinn mikla árangur, sem hann náði á ritvellinum.
Hógvœrð hans og lítillæti gat hins vegar á stundum villt vinum hans sýn; auð-
mýktin, sem fylgdi hinni miskunnarlausu kröfuhörku og vandfýsi ásamt andúð
°g fyrirlitningu á auglýsingaskrumi ogsjálfsánœgju, sem skáldum er talin nauð-
syn nú á dögum.
Fertugur að aldri hafði Ólafur Jóhann öðlast töfrum slungið vald á máli ogstíl
°g sent frá sér sögur, sem skipuðu honum í fremstu röð rithöfunda hér á landi.
Og tœplega sextugur hlaut hann hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir Ijóðagerð. „Það má segja, að þessum höfundi verði allt að Ijóði, “
skrifaði Snorri Hjartarson um Fjallið og drauminn og hafði lög að mœla.
Ólafur Jóhann stóð á tímamótum, þegar kallið kom. Hann hafði átt heima í
htilli íbúð á Suðurgötu 15 alla búskapartíð sína ásamt konu sinni, Önnu Jóns-
dóttur héraðslæknis á Kópaskeri, Árnasonar, og sonum þeirra, Jóni, nú haf-
frœðingi og Ólafi Jóhanni yngri, rithöfundi og eðlisfræðingi.
Eftir nœstum hálfa öld ákvað hann að taka sig upp og flytjast búferlum í nýja
ibúð á Melunum.
„Nú hafa gerst þau tíðindi, sem eru meiri en rússneska byltingin, “ sagði Helgi
•ðæmundsson, þegar hann flutti vinum skáldsins fréttina.