Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 63

Andvari - 01.01.1988, Síða 63
GYLFI GRÖNDAL „Eg minnist þvínær dag hvern bernsku minnar“ Síðasta viðtalið við ÓlafJóhann Sigurðsson Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur lést í Reykjavík 30. júlí 1988, tæplega sjötugur að aldri. Hans var að vonum minnst í fjölmiðlum og drepið á helstu einkenni á skáldskap hans. Höfundar- ferill Ólafs náði yfir meir en hálfa öld. Rit hans, skáldsögur, smásögur og ljóð, eru í senn fjölbreyti- leg og óvenjusamfelld, heilsteypt eins og maðurinn var sjálfur. - Enn um sinn verður að bíða þess að gerð sé úttekt á skáldskap hans og lagt á hann listrænt og sögulegt mat. Andvari vill hins vegar minnast Ólafs Jóhanns með því að birta fróðlegt viðtal sem Gylfi Gröndal átti við skáldið fyrir Ríkisútvarpið á síðasta ári. Geta má þessað á þessu hausti, 1988, kom út síðasta ljóðabók Ólafs, Að lokum, sem hann hafði nærfellt gengið frá skömmu fyrir dauða sinn. Ritstj. Við andlát Ólafs Jóhanns Sigurðssonar féll í valinn eitt fágaðasta skáld, sem skrifað hefur á íslenska tungu. Peir sem kynntust vandvirkni hans, sjálfsögun og sársaukafullri leit að full- komnun, þurftu síst að undrast hinn mikla árangur, sem hann náði á ritvellinum. Hógvœrð hans og lítillæti gat hins vegar á stundum villt vinum hans sýn; auð- mýktin, sem fylgdi hinni miskunnarlausu kröfuhörku og vandfýsi ásamt andúð °g fyrirlitningu á auglýsingaskrumi ogsjálfsánœgju, sem skáldum er talin nauð- syn nú á dögum. Fertugur að aldri hafði Ólafur Jóhann öðlast töfrum slungið vald á máli ogstíl °g sent frá sér sögur, sem skipuðu honum í fremstu röð rithöfunda hér á landi. Og tœplega sextugur hlaut hann hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir Ijóðagerð. „Það má segja, að þessum höfundi verði allt að Ijóði, “ skrifaði Snorri Hjartarson um Fjallið og drauminn og hafði lög að mœla. Ólafur Jóhann stóð á tímamótum, þegar kallið kom. Hann hafði átt heima í htilli íbúð á Suðurgötu 15 alla búskapartíð sína ásamt konu sinni, Önnu Jóns- dóttur héraðslæknis á Kópaskeri, Árnasonar, og sonum þeirra, Jóni, nú haf- frœðingi og Ólafi Jóhanni yngri, rithöfundi og eðlisfræðingi. Eftir nœstum hálfa öld ákvað hann að taka sig upp og flytjast búferlum í nýja ibúð á Melunum. „Nú hafa gerst þau tíðindi, sem eru meiri en rússneska byltingin, “ sagði Helgi •ðæmundsson, þegar hann flutti vinum skáldsins fréttina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.