Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 112
1 10 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR ANDVARI Kerið Hið heilaga drykkjarker er þekkt minni úr goðsögum og trúarbrögðum fjölmargra þjóða. Fegursta og dulúðugasta gerð sagnarinnar er riddarasagan um Parceval og hinn heilaga graal. Enginn veit hvað graalinn er, enginn getur lýst honum með orðum, enginn getur skilgreint hann eða sagt með vissu hvað hann táknar og þó leituðu göfugustu riddarar Artúrs konungs hans allt sitt líf. I Parcevals sögu segir frá því að Parceval elst upp í skóginum og kemur út úr honum fáfróður en leitandi ungur sveinn, fullur af metnaði og vilja til að ná langt í lífinu. Hann er námfús og er svo heppinn að hitta einn ríkan mann sem gerir hann að riddara. Hann leggur heilræði þessa velgjörðamanns síns vel á minnið; hið helsta er að riddari eigi ekki að vera málugur eða spurull komi hann á ókunnan stað. Á ferðum sínum kemur Parceval að dularfullri höll þar sem hann finnur gamlan, lamaðan mann, Fiskikonunginn. Meðan Parceval situr á tali við hann fara undarlegir hlutir að gerast. Furðulegar skrúðgöngur fara fram og aftur um salinn með alls konar tilburðum og það verður öllum ljóst að það er verið að segja Parceval eitthvað og texti sögunnar verður spenntari og spenntari, en Parceval hefur verið sagt að hann megi ekki spyrja neins og hann spyr einskis. Eftir nóttina hverfur höllin og aumingja Parceval fær að vita að hann hefur ekki bara klúðrað sínum málum heldur alls mannkynsins, vegna þess að hann var útvalinn, honum einum hlotnaðist að sjá hinn heilaga graal og hefði hann spurt um merkingu hans hefði gamli konungurinn fengið máttinn aftur og sannleikurinn hefði gert okkur öll frjáls.14 Nú kann einhverjum að blöskra þetta óréttlæti, vegna þess að Parceval gerði ekki annað en það sem honum var sagt að gera — og hver er þá sekt hans? Leikreglunum er breytt allt í einu þannig að sá sem veit ekki betur en hann sé saklaus er allt í einu orðinn sekur. Og það er líka meiningin. Þannig vinna lögin, segir skáldið og fræðimaðurinn Héléne Cixous.15 Við erum sek áður en við brjótum nokkuð af okkur. Lögin eru alhliða neikvæð, þau eru einhlít, gefa engar útskýringar, bara skipunina: „þú skalt ekki . . .“ þar sem kjarninn er skipunin „EKKI“ eða „NEP‘. Héléne Cixous telur að karlmenn flestir eigi auðveldara með það en konur og skáld að lúta lögunum, taka skipunina gilda, án þess að spyrja um það hvað hún feli í sér. Þess vegna át Eva eplið í Paradís án þess að hugsa sig um tvisvar. „Svo segir í Biblíunni og það er sennilega satt“, segir Cixous. Gunnlöð í Gunnlaðar sögu spyr ekki um það hvað sé að baki laganna, með hvaða rétti kerið heilaga, graalinn, sé tákn táknanna. Óðinn efast ekki heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.