Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 137
ANDVARl
MENNING OG BYLTING
135
Gunnarssonar og Guðmundar Kamban lesin í heild sinni. Oftar en ekki stafar
hið illa af því að einstaklingur beitir tilvistina ofbeldi. bekking er misnotuð
ellegar þrá eftir ást og samneyti gengur út í öfgar. í slíkum tilvikum er eins og
framandleiki leggi sjálfið undir sig. Veröldin verður ókennileg og hrollvekju
slær inn, óhugnaði, er veldur sektarkennd og þjáningu. í upphafi varpar ein-
staklingurinn óskum sínum á veruleikann og reynir að breyta honum sér í hag í
krafti vilja eða ástríðu. Undir lokin dregst hann niður í djúp máttleysis og á-
nauðar, verður hluti af myrkum veruleika er einkennist af kvalalosta, sturlun,
morði og upplausn.
í þessum verkum er lýst sálrænu ferli sem kenna má við sataníska uppreisn
og er óbundið stund og stað: Einstaklingur telur sig goðumlíkan og rís gegn
skipan er hann álítur óréttmæta. Hann reynir að auka við líf sitt og/eða ann-
arra með ýmsum hætti en kemst um síðir að raun um að þekking hans og vald-
svið fara ekki saman. í sumum tilvikum er niðurstaðan sú að hið illa skapist af
sálrænum bresti, dramblæti, skorti á aðlögunarhæfni. Þótt valkostirnir séu
margir standi þeir ekki allir mönnum til boða. í öðrum tilfellum er útkoman til
muna róttækari. Þar felst hið illa í því að manneskjan getur ekki verið mennsk
til fulls án þess að brjóta um leið í bága við lífsskilyrði sín. Vilji hún lifa til fulln-
ustu vofir tortímingin yfir, þverstæðan óleysanleg. Slík viðhorf koma til dæmis
fram í smásögum Sigurðar Nordal.
í þessum bókmenntum tengist hið illa að jafnaði skorti eða eyðu í táknkerfi
heimsins. Menn reyna í örvæntingu að gæða þann tómleika merkingu er mynd-
að gæti sameiginlegan skoðanagrunn og fellt þekkingu og vald saman að nýju.
í ljósi þess má greina ákveðna tvískiptingu því að valkostirnir virtust einungis
vera tveir: sjálfið eða dauðinn — guðdómar nýrrar aldar. í fyrra tilvikinu ein-
kennist samband manns og heims oft af jákvæðri samverund: óskin sameinast
viðfangi sínu og verður að raunveruleika. í því síðara er einatt um bölmóð og
hrylling að ræða, samverund þó enn fyrir hendi, neikvæð að vísu: maðurinn
kennir skyldleika við ytri heim sem áður og gerir ótta sinn að djúplægum raun-
veruleika hans.
Almennt séð má greina ferli frá guði um sjálf til dauða í bókmenntum þessa
tíma. Hið yfirskilvitlega táknmið kvikar og telur á sig ýmsar myndir en eyðist
þó ekki með öllu. Eftir sem áður er heimurinn eining mótsagna og maðurinn
hluti hennar. Sumir leituðu hins algilda í sjálfinu, fundu ekki og gáfu sig því böl-
móði og fánýti á vald. Nokkrir þeirra skipulögðu öngþveitið með því að fylla
tómið tragískri merkingu. Myndhverfðu á þann hátt mannlega reynslu og
tryggðu henni ákveðinn stöðugleika.
Lýst hefur verið þróun til móderns hugsunarháttar. Hann er enn ekki orðinn
tú en í mótun. Þekkingarháttur liðins tíma og aðkenning hins ókomna starfa
saman og takast á.