Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 148
146
I.OFrUR GUTTORMSSON
ANDVARI
Við nánari aðgát er líka auðsætt að í upphafi biskupsdóms Guðbrands
Þorlákssonar hefur almenning skort skilyrði til að iðka guðsorð á bók:
heimilin voru enn bóklaus að kalla. Eins og áður segir höfðu Fræðin minni
ekki komið út áprenti nema einu sinni fyrir þann tíma (eða 1562). Enn um
miðja 18. öld var það raunar svo, eftir sálnaregistrum að dæma, að fjölmargir
fengu uppáskrift um kunnáttu í fræðunum án þess að þeir væru læsir á bók.26
í>ví er óhætt að staðhæfa að lengi eftir að lúterskur siður var upp tekinn
byggðist kvernámið að miklu leyti á utanbókarlærdómi — lestri utan bókar.
Minnir þetta á hina tvíræðu merkingu læsishugtaksins sem haldist hefur til
þessa dags í orðtakinu „að lesa bænirnar sínar“, hafa yfir t.d. faðirvorið sem
hefur áður verið lært utan að. Enn má benda á að konungsbréfið frá 1635
víkur hvergi aðbóklæsi; aðeins er kveðið áum að prestar skuli ,,lade Bornene
for sig komme, dennom overhore og lære udenad deris Bornelærdom i
Lutheri catechismo . . ,“.27
Bókvceðing og læsi í tímans rás
Þótt kristindómsfræðsla í lúterskum sið hafi alllengi framan af einkennst af
tiltölulega frumstæðum utanbókarlestri, ber síst að gera lítið úr þeirri breyt-
ingu sem fylgdi því að safnaðarfólk gerðist hluttakandi í lúterskri guðsþjón-
ustu í stað kaþólskrar messu. í þessu sambandi hæfir að minna á eðli mess-
unnar með orðum Halldórs Laxness; hann segir á einum stað þar sem ræðir
um þróun íslenskrar ritmenningar:
Faðirvorið hefur líklega ekki verið tiltækt almenníngi á móðurmálinu fyren seint og um
síðir, enda hefur ekki verið úttekið með sitjandi sældinni að snara svo útsmognum texta
handa norrænum vættatrúarmönnum sem voru . . . Pater noster var ekki lesið, heldur
fastur liðurí messutextasem tónaður var meðsínu lagi gegnum allar miðaldir... Pað var
ekki neitt lag við faðirvorið á íslensku . . . Latneski textinn lærðist um leið og lagið, þó
maður skildi ekkert í honum . . . Kaþólsk ítroðsla fór fram þjáníngalaust með sefjandi
saunglist í daglegri messu og tíðagerð, hjartnæmum lærdómsríkum dæmisögum (ex-
empla) og dýrlíngaævum . . ,28
í kaþólskum sið var vissulega til þess ætlast að menn kynnu skil á undir-
stöðuatriðum trúarinnar svo sem ákvæði í Grágás vottar: „Manne huerium er
hygiandi hefir til. karlmanni oc kono er skylt at kunna pater noster oc credo
indominum“.29 En slík kunnátta taldist skilyrði fyrir þátttöku safnaðarfólks í
kirkjulegu ritúali fremur en nauðsynleg forsenda þess að það næði persónu-
legu sambandi við orð guðs. í boðun fagnaðarerindisins á móðurmálinu fólst
aftur á móti sú krafa að einstaklingurinn tileinkaði sér orðið ekki aðeins sem
formúlu heldur fyrst og síðast sem aflgjafa til andlegrar uppbyggingar og