Andvari - 01.01.1988, Blaðsíða 172
170
HJÖRTUR PÁLSSON
ANDVARI
aldrei framar af verðinum, iðrast mistaka sinna og sættir takast með landi og
þjóð:
Og hrímhvít móðir alltaf söm við sig
í sólskini þess dags mun blessa þig.
Fegurð landsins og unaður alls lífs fléttast saman í kvæðunum Systir mín
góða í dali, A Seljumannamessu, Augnabliksmynd og Bernska, og í kvæðinu
ísland í Ijóðahætti er sem landið rísi úr djúpinu, slegið gullinni birtu. Hvað
sem öðru líður, er ættjörðin bjarg, sem ekki bifast, fjöll hennar sannleikurinn
og lífið — kjölfesta skógarmannsins á Sjödægru:
Mín fjöll standa
þegar lygin hrynur
mín bláu fjöll
mín hvítu fjöll.
(Fjöll)
í heild er Sjödægra til vitnis um samruna flestra meginþáttanna í skáldskap
Jóhannesar, sem beinast liggur við að rekja til aukins valds á aðlögun forms
og efnis. Fetta veldur því, að örðugra reynist en áður að draga í dilk þau ljóð,
sem „eingöngu“ fjalla um land og þjóð. En þar kemur einnig til sú heimssýn,
sem skapar þær andstæður, sem ljóðin birta og markar þau flest eða öll: von
og trú á frið og hamingju mannkynsins í anda sósíalískra mannúðarhugsjóna
annars vegar, óttinn við yfirvofandi tortímingu og eyðingu hnattarins af
mannavöldum hins vegar. Par sem Jóhannes leiðir fram ísland og börn þess
með öllu því besta, sem þau þekkja og eiga, verða þau tákn þess, sem aldrei
má farast. Viðhorfi sínu til lands og þjóðar eins og það birtist í Sjödægru lýsir
skáldið vel í Nóttleysu og Köldu stríði:
Mitt auga er skuggsjá þinnar hamingju
ó fagurey.
Verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi
þegar vér liggjum helsærðir í valnum
og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar?
Fess var fyrr getið, að frá og með Sjödægru mætti greina nokkra breytingu
á afstöðu Jóhannesar til lands og þjóðar. Hún lýsir sér einkum í vonbrigðum
hans vegna setu hersins í landinu, sem hann óttast, að geti kallað yfir það
tortímingu, svo að það verði ekki annað en rjúkandi rústir, og fyrirlitningu
hans og reiði yfir andvaraleysi þjóðarinnar í dansinum kringum gullkálfinn.
Áhyggjurnar af andlegri velferð íslendinga og afdrifum hugsjónanna eru
hreyfiafl Óljóða (1962), sem vitna um heim á barmi glötunar. í fjórða ljóði
Dægurlaga sér höfundurinn Fjallkonuna, drottningu Ægis, boðna upp sem