Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 70

Andvari - 01.01.1988, Side 70
68 GYLFI GRÖNDAL ANDVARI rúnar, og þá ekki síður í góðtemplarastúkunni á Álftanesi. Hún mat Steingrím Thorsteinsson mest skálda, ekki aðeins vegna frumortra ljóða, heldur og ljóða- þýðinga hans, en þeim hafði hún kynnst í Svanhvíti, safni hans og Matthíasar Jochumssonar. Hún átti söguljóðið Axel eftir Tegnér í þýðingu Steingríms og Friðþjófssögu Tegnérs í þýðingu Matthíasar og kunni utanbókar langa kafla í þessum söguljóðum. Matthías var henni kærastur sem sálmaskáld, en hún var mjög trúuð, og sama máli gegndi um föður minn. Faðir minn, Sigurður Jónsson, Einarssonar, var Austfirðingur, ættaður úr Fellum í föðurætt, en úr Viðfirði í móðurætt. Þeir voru systkinasynir hann og dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Faðir minn var næstyngstur sjö systkina og foreldrar hans blásnauðir. Samt tókst honum með harðfylgi og miklum þræl- dómi að afla sér dágóðrar menntunar eftir því sem þá tíðkaðist. Hann tók gagnfræðapróf í Flensborg 1898 og búfræðipróf á Hvanneyri aldamótaárið. Bókakostur hans bar þessu nokkurt vitni. Ég minnist þess ekki, að hann ætti aðrar ljóðabækur prentaðar en Kvæði Bjarna Thorarensens, velkt eintak, prentað í Kaupmannahöfn 1884. Hins veg- ar hafði hann skrifað kvæði í allmargar kompur, áreiðanlega vegna þess, að hann hafði ekki efni á að kaupa sjálfur bækur skáldanna. Kvæðin voru einkum eftir þrjú skáld: Grím Thomsen, Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson. Lj óðum J ónasar kynntist ég ekki neitt að ráði fyrr en í Skólalj óðum, þegar faðir minn hafði tekið að sér barnakennslu í hreppnum. Ég man eftir því, að hann átti marga árganga af Skírni og Eimreiðinni, sem ég las innan við fermingu, og fékk þá einnig að láni einhverja árganga af Iðunni hjá sveitunga okkar. Fyrir utan Mann og konu og smásögur eftir Einar Hjörleifsson Kvaran, sem höfðu mikil áhrif á mig, var fátt um slíkar bókmenntir heima, en þegar ég hafði fengið að láni og lesið það sem tiltækt var af þeim á næstu bæjum, sneri ég mér að Biblíunni, einkum Nýja testamenti og Davíðsálmum. Njálu og Laxdælu las ég, en líkast til illa, að minnsta kosti þóttist ég finna til þess seinna. Af fræðibókum föður míns las ég Atla Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, og varð sá lestur mér til margháttaðrar nytsemdar. Draumóraflan unglings Barn að aldri var Ólafur Jóhann staðráðinn í að gerast rithöfundur, og á ung- lingsárunum hélt hann suður til Reykjavíkur til að láta draum sinn rætast. Pegar hann var að því spurður, hvernig foreldrum hans hefði litist á slíkt uppátœki, svaraði hann: Ójá. Ég hleypti heimdraganum um miðjan september 1933. Þetta var eins og hvert annað draumóraflan unglings. Sennilega hefði ég ekki farið, ef sæmilegt bókasafn hefði verið á næstu grösum við mig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.