Andvari - 01.01.1988, Page 146
144
LOFTUR GUTTORMSSON
ANDVARI
Guðsorð og bóklœsi
Varla þarf að réttlæta að trúarlegt læsi skuli hér tekið fram yfir aðra upp-
fræðsluþætti í kjölfar siðbreytingar. f*að eru alkunn sannindi að í trúarhreyf-
ingu mótmælenda hlaut guðsorðalestur þá miðlægu stöðu sem messan hafði
löngum skipað í kaþólskri kirkju. Áhersla á guðsorðalestur var að sönnu enn
þyngri hjá kalvínskum söfnuðum en lúterskum en því verður samt ekki á móti
mælt að mótmælendakristni yfirleitt er í meginatriðum það sem engilsaxar
kalla ,,book religion“, bókleg trúarbrögð.11 Fagnaðarerindið — evangelium
— skyldi koma í stað þess valds sem páfadómur hafði áður staðið fyrir.12 Par
af leiðandi var guðsorðaiðkun talin höfuðatriði, ekki aðeins af munni pré-
dikarans í kirkju heldur einnig í hverju húsi, á hverju heimili. Stefnt var að því
að sérhver fulltíða maður yrði í þessum skilningi sinn eigin prestur.13 Um leið
var ljóst að til þess að safnaðarfólk kæmist í beint samband við guðsorð, eins
og það stóð skráð í viðurkenndum úrdráttum úr Biblíunni, þyrfti það að
verða læst á bók.14
Þetta markmið kallaði aftur á það að Biblían væri til á móðurmálinu og
kjarni hennar hverjum tiltækur í vasabókarbroti, eins og nú yrði sagt. Skv.
þessu varð eitt fyrsta verkefni siðbreytingarfrömuðanna að gera úr garði
slíkan kjarna, catechismum eða fræðakver, til alþýðlegrar kristindóms-
fræðslu. Frá hendi Lúthers sjálfs lá slíkt kver fyrir þegar árið 1529, catec-
hismus minor eða Frœðin minni.15 Þetta fræðakver átti eftir að verða hin
eiginlega alþýðufræðslubók í evangelísk-lúterskri kristni, þ.m.t. á íslandi.
Hér birtist það á prenti örugglega ekki síðar en árið 1594. Á 17. öld var það
svo endurútgefið a.m.k. níu sinnum eða jafnaðarlega allt að einu sinni á
áratug.16 Örðugt er að henda reiður á hve oft kver Lúthers hefur komið út frá
upphafi hér á landi17 en víst er að það hefur orðið langsamlega lífseigasta
kennslubók í íslenskri fræðslusögu. íslenskir lútersmenn höfðu fyrir satt að
þetta litla kver „innibindi allt, sem oss er naudsynlegt ad vita til saaluhjaalp-
arinnar“, eins og Gísli Þorláksson Hólabiskup komst að orði í formála að
fræðaútskýringu sem hann sneri á íslensku seint á 17. öld.18
Nú væri ósmáu aukið við þekkingu okkar á íslenskri fræðslusögu ef vit-
neskja fengist um það hvernig hinn sáluhjálplegi texti Fræðanna minni var í
einstökum atriðum innprentaður börnum og öðrum undirgefnum í biskups-
tíð Guðbrands Þorlákssonar. En í þessu efni verður víst seint komist af
getgátustiginu því, eins og áður segir, heimildir um þetta eru aðeins til í formi
fyrirmæla en ekki lýsinga á framkvæmd eða árangri. Um fyrirmælin er vitað
að í báðum biskupsdæmum landsins, Hóla- og Skálholtsstifti, var ákveðið
kringum 1575 að menn þyrftu að kunna texta katekismans, ásamt útskýringu
við hann, til þess að þeir teldust tækir til altaris.19 Þannig segir í presta-