Andvari - 01.01.1988, Page 24
22
JAKOB F. ÁSGEIRSSON
ANDVARI
ætluðu að halda króganum undir skírn. Þeirra væri faðernið, svo að
þeim mætti vel renna blóðið til skyldunnar. Nú gat ég innan margra
daga skýrt utanríkisráðuneytinu hér frá því, að fleiri ríki hefðu fylgt á
eftir og sent íslandi sérstakan fulltrúa til lýðveldisstofnunarinnar. Ég
efast ekki um, að herra Molotov hafi verið sagt frá þessu, en hann hefur
í mörg horn að líta, og hefur trúlega verið búinn að mynda sér skoðun
um málið, sem hann taldi enga þörf á að breyta.“
í bréfi sínu minnti Pétur á orð Averell Harrimans, þáverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Moskvu, í samtali við sig, um þá „tilhneigingu,
sem oft endranær verður vart í þessu landi, til þess að lesa duldar
meiningar í athöfnum erlendra stórvelda, þar sem einföld skýring lægi
þó í augum uppi.“ — „Tortryggnin og leitin að hinum „duldu rökum“
eru einkenni á afstöðu þessarar þjóðar til annarra þjóða,“ sagði Pétur
sjálfur. Og þegar Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti íslands, sótti
Bandaríkjaforseta heim nokkru eftir lýðveldisstofnunina, þóttust
Rússar fá „óyggjandi sönnun fyrir því, að fyrra álit þeirra um að ísland
væri orðið hjálenda Bandaríkjanna væri á rökum reist,“ skrifaði Pétur
ennfremur.
Ári síðar hafa Rússar eflaust þóst fá endanlega staðfestingu á
skoðun sinni, en þá fór Bandaríkjastjórn opinberlega fram á hernaðar-
aðstöðu á íslandi til „langs tíma“, sem oft hefur verið sagt að jafngilti
99 árum. Pétur var þá í Moskvu og í einni af hinum miklu veislum sem
valdhafar í Kreml eru frægir fyrir, vék félagi Molotov sér að honum og
sagði: „Við óskum ekki eftir neinum hernaðarstöðvum á íslandi.“
Molotov bætti því við að ísland ætti að vera fyrir íslendinga eina.
„Skoðun mín er sú, að ekki megi vænta mikilla afskipta af þessu máli
frá stjórnarvöldunum hér,“ skrifaði Pétur til utanríkisráðuneytisins í
Reykjavík: „Framkoma þeirra gagnvart íslandi áður, — einkum í
sambandi við stofnun lýðveldisins og í skrifum um landið í því
sambandi, — bendir á, að Rússar hafi „afskrifað“ ísland sem land-
svæði, er Bandaríkin hafi þegar í hendi sér. Kannski hafa þeir ekki
verið svo glámskyggnir á stefnu bandamanna sinna í þessu máli? Ég sé
ekkert, sem bendir á, að þeir hreyfi neinum mótmælum . . . Áhugi
þeirra fyrir málinu er eðlilegur: þeir vilja fylgjast með styrkleika vina
sinna, og þeir spyrja sig eðlilega, gagnvart hvaða hættu Bandaríkin
þykist þurfa að tryggja sig með herstöðvum á íslandi nú. Auk þess sé ég
ekki, að það sé of illgirnislega til getið, ef maður lætur sér detta í hug,
að þeir spyrji sjálfa sig, hvaða „compensation“ þeir geti farið fram á til