Andvari - 01.01.1988, Page 162
160
HJÖRTUR PÁLSSON
ANDVARI
lýðveldisljóðið aftur á móti sex erindi, hófstillt og þrungin einlægri tilfinn-
ingu, og rata beint til lesandans. Þetta fann Jóhannes sjálfur, og það var engin
furða, þótt hann tæki upp hanskann fyrir skáldbróður sinn löngu seinna,
þegar maður, sem átti samleið með honum, impraði á því, að sér hefði aldrei
þótt mikið koma til kvæðaflokks Davíðs Stefánssonar, Að Þingvöllum 930-
1930. Þá svaraði Jóhannes: „O, blessaður vertu! Við ortum svona allir í þá
daga!“
Pað lætur að líkum, að þrátt fyrir baráttuhuginn er Jóhannes ekki alltaf
jafnánægður með þjóð sína og kennir beiskju og óþols, þegar honum finnst
ferðalagið ganga grátlega seint. Kvæðin I Odáðahrauni, Samt mun ég vaka,
Sovét-ísland og Frelsi, hið volduga upphafskvæði Rauðra penna, bera þessu
vitni, en samt lýkur síðarnefndu kvæðunum báðum í von og trú á, að draumar
skáldsins rætist fyrr eða síðar fyrir tilstyrk æskulýðs og alþýðu.
En jafnvel í stríði hitta menn á óskastund og leggja frá sér vopnin. Þá
hverfur skáldið á vit minninga og draums og leyfir sér þann munað að Iáta
undan sinni innstu þrá. Slíkum augnablikum eigum við að þakka alþekktar
perlur eins og Brot, Heimþrá, Vorið góða og Lind fyrir vestan, sem endar
svona:
Nær veð ég þig aftur hugfanginn, heill
í hreinleika þess, sem er?
— Ég þrái svo hljómbotn þinn, lands míns lind,
að ljóð mitt drukknar í þér.
Á það hefur þegar verið bent, að flest kvæðin í þriðju bók Jóhannesar lýsa
djúpri samúð með og skilningi á hlutskipti og lífsbaráttu aiþýðufólks, og þetta
á engu síður við um mörg ljóðin í fjórða Ijóðasafni hans. Hér skal nú vikið að
þremur, sem hafa ísland í baksýn.
Karlfaðir minn er svo þekkt kvæði, að þess gerist ekki þörf að rekja efni
þess nákvæmlega, en þær myndir, sem þar er brugðið upp úr lífsstríði íslensks
sveitafólks, gleði þess og sorg í fangi harðlyndrar náttúru, leita á lesandann
aftur og aftur. Skáldið lýsir honum sem einföldum bónda, ,,sem bítur á jaxl og
baslar af öllum mætti“. Hann ann sér aldrei hvíldar, önnin leyfir honum ekki
aðra andlega upplyftingu en að rýna í ærtalið. Hann hristir höfuðið yfir
alheimsgátunum, sem hann lætur öðrum eftir að glíma við, og hefur takmark-
aðan skilning á félagslegri stöðu sinni og lögmálum þjóðfélagsþróunarinnar.
Og þó er það eitthvað, sem æpir á hjálp,
í augunum silfurgráu.
En þessi kynlegi karl, alinn á klaka og svita, fer nærri um það, hvað lífið
kostar. Efnaleg velmegun og umtalsverður afrakstur búsins verður aldrei
annað en draumórar. Hann er dæmdur til að tapa og halda áfram að tapa —