Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 20

Andvari - 01.01.1988, Page 20
18 JAKOB F. ÁSGEIRSSON ANDVARI ekki síður nauðsynlegt að hafa gott samband við Sovétríkin en hin stórveldin tvö, Bretland og Bandaríkin, er kæmi að eftirmálum styrj- aldarinnar. Pétur kom heim í ársbyrjun 1944 og gekk á fund utanríkismála- nefndar Alþingis. Þar var honum hælt á hvert reipi fyrir störf hans í London og greinilegt að mikils var vænst af sendiför hans til Moskvu. Pétur sagðist nú hafa „sætt sig við það, sem ráðamenn hefðu ráðið,“ en kvaðst þó „tæplega eins bjartsýnn og aðrir um verkefni í Rússlandi.“ Hann taldi ólíklegt að Rússar gerðu almenna verslunarsamninga, heldur einvörðungu samninga um einstakar vörutegundir, svo sem á daginn hefur komið. Hann var skipaður sendiherra í Sovétríkjunum 21. janúar 1944 — og kom til Moskvu í lok aprílmánaðar. „Heldur var þarna kalt og drungalegt,“ sagði Pétur síðar: „En hinn 1. maí vaknaði ég snemma við lúðraþyt og söng. Þegar mér varð litið út um gluggana sá ég margra mannhæða mynd af manni með yfirskegg í síðri herforingjaúlpu. í svefnrofunum sá ég fyrst ekki betur en þarna væri kominn Vilhjálmur Þýskalandskeisari. Nánari athugun, studd rökhyggju, sannfærði mig þó um, að þetta væri ekki keisarinn heldur Papuska — hinn góði faðir Jósef Stalín. Ég var ekki nægilega músíkalskur til að kunna að meta gjallarhorn og dreif mig því í fötin og fór í langa gönguferð. En mér tókst ekki að flýja hinn opinbera fögnuð, því á öllum götuhornum voru einn eða fleiri hátalarar, sem glumdu ættjarðarljóðum og statistik í eyru borg- arlýðsins. Ég komst sem sé ekki undan músíkinni, en ég sá tugi af myndum af Stalín: Stalín góður við börn; Stalín góður við dýr; Stalín valdsmannslegur; Stalín blíður; Stalín með Lenín. Á þýðingarmestu gatnamótunum var mynd af Stalín í miðju og síðan raðað út frá honum eftir ströngustu siðareglum öllum helstu valda- mönnum landsins. Ég komst að því síðar, að þessar hópmyndir voru mjög lærdómsríkar, því af þeim mátti ráða hverjir voru í náðinni og hverra stjarna var á niðurleið. Á Stóra Þjóðleikhúsinu var enn ein myndasamstæða við öll hátíðleg tækifæri og kallaði breskur blaðamaður hana „Myndin af hinu dvín- andi skeggi.“ Lengst til vinstri var Engels með mikið og strítt alskegg, næstur Marx með sinn úfna lagð, síðan Lenín með mongólskan hýjung og loks Stalín með þýska keisaraskeggið.“ — Sendiráð íslands var til húsa á Hotel National, sem Pétur kallaði stundum „diplómatíska samyrkjubúgarðinn“, en á stríðsárunum hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.