Andvari - 01.01.1988, Side 42
40
JAKOB F. ÁSGEIKSSON
ANDVARI
að mannlegur skilningur og hlýleiki var ríkur þáttur í skapgerð Péturs.
Það var honum mjög fjarri skapi að meta menn eftir stöðu þeirra í
þjóðfélaginu eða veraldarauð. Hann hafði ánægju af að kynnast fólki
úr öllum stéttum þjóðfélagsins, var fljótur að gera sér grein fyrir
sérkennum hvers einstaklings og hafði vakandi áhuga fyrir mönnum,
sem á einn eða annan hátt skáru sig úr fjöldanum.
Pétur Benediktsson átti mikið og gott bókasafn, sem honum þótti
vænt um. Þó held ég, að hann hafi metið bók hins lifandi lífs mest allra
sinna bóka, því hann átti þá bók og hún var honum ótæmandi upp-
spretta þekkingar og ánægju. Margir munu minnast góðra stunda í
sérkennilegu og svipmiklu bókaherbergi Péturs á heimili hans og frú
Mörtu, þegar Pétur opnaði þessa mannlífsins bók og las gestum sínum
eina síðu af annarri.“
5
Við heimkomu sína 1956 lét Pétur strax að sér kveða í mestu
átakamálum þjóðarinnar. Fyrir Alþingiskosningarnar í júní það ár
birti hann tvo nafnlausa greinaflokka dag eftir dag í Morgunblaðinu:
,,Bandamannasögu“, þar sem hann hæddist að hinu svonefnda
Hræðslubandalagi Framsóknar- og Alþýðuflokks, og ,,Sjá roðann í
austri“, um framferði kommúnista í Austur-Evrópu og samherja
þeirra hér á landi.
Á næstu þremur árum lagði Pétur manna mest af mörkum við að
plægja akurinn fyrir þeim löngu tímabæru umbótum í stjórnarháttum
landsins sem í vændum voru. Hann skrifaði skeleggar greinar gegn
haftabúskap þeim sem hér hafði verið við lýði í nær þrjá áratugi, og
lagði sig fram um að gera almenningi Ijós flókin efni, svo sem gengis-
mál, en íslenskur haftabúskapur spratt af langvarandi rangri gengis-
skráningu; andúð manna á ,,gengisfellingu“ hafði staðið í vegi fyrir því
að hin opinbera skráning þess væri leiðrétt, en það var í raun forsenda
þess að Island gæti orðið öðrum vestrænum þjóðum samferða í átt til
frjálsræðis. Þá birti Pétur langa sögulega grein um kjördæmamálið í
Nýju Helgafelli og í kjölfarið harðar blaðagreinar um að kjördæma-
skipanin yrði færð í réttmætt horf. Kjördæmabreytingin 1959 var
fyrsta skrefið í viðreisn efnahagslífsins, því þá fyrst gátu Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur myndað starfhæfan meirihluta á Álþingi, en