Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 124

Andvari - 01.01.1988, Side 124
122 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI „f jallkonan fríð“ sem ver sig gegn vellyst og spillingu siðmenningarinnar með fjærstöðu frá öðrum þjóðum og óblíðri veðráttu. Hjálmar sér hins vegar nær karlæga og holdlausa konu sem kúrir öðrum þjóðum fjær. Þannig má að nokkru leyti skoða kvæði hans sem svar við kvæðum Bjarna, andóf gegn þeim óraunsæju hugmyndum sem þar koma fram. Þetta andóf er grundvallað á sýn alþýðunnar og svar Hjálmars við boðskap Bjarna er trúin á guð. Þetta kemur vel fram í síðustu erindum kvæðanna þar sem skáldin hugleiða hvað verða megi þjóðinni til bjargar. Viðhorf Bjarna eru þau að með illu skuli illt út reka. Landið á að snúast til varnar og sýna enn meiri hörku en áður eða sökkva í hafið ella. Hjá Hjálmari er það drottinn guð sem á að bjarga þjóðinni úr nauðunum eða afmá landið. Þegar „fjallkona“ Hjálmars, hvort heldur í „Þjóðfundarsöng“ hans eða „ísland fagnar konungi sínum 1874“, er skoðuð í tengslum við rómantíkina koma upp í hugann inngangsorð Jónasar Hallgrímssonar að kvæði sínu „Móðurást“.13 Þetta kvæði um förukonuna sem varð úti í kafaldsbyl, en bjargaði börnum sínum tveimur með því að verja þau með eigin líkama, var eins og kunnugt er ort sem andsvar við þýddu kvæði sem birtist í Sunnan- póstinum árið 1835. Um þá mynd sem þýðandinn dró upp af förukonunni sagði Jónas: „Hann hefir ekkji varað sig á, að það mundi verða viðbjóðslegt °g stiggja fegurðartilfinníngu allra þeírra, sem þessháttar tilfinníng er nokkur í, þegar hann er að lísa konunni, hvað hún sje skjinhoruð og húsgángsleg og hvurnig hún situr og tínir af sjer ræflana spjör firir spjör, so hún er orðin allsnakjin eptir firir augum lesandans.“ Hvað hefði Jónas, skáldið sem orti „Landið er fagurt og frítt“, sagt um lýsingar Hjálmars: „Sjá nú, hvað eg er beinaber, / brjóstin visin og fölar kinnar“ (15) eða „hnigin að æfi kalda kveldi, / karlæg nær og holdlaus er“ (5). Eitt er víst, þær einkennast ekki af því viðhorfi rómantíkurinnar „að skoða lífið í æðra og tignara ljósi en það daglega líf veitir“, svo vitnað sé í einn helsta hugmyndasmið íslenskrar rómantíkur, Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal.14 IV Þessi atriði verða látin nægja til að sýna fram á að tengsl Hjálmars við rómantíkina eru trúlega flóknari en svo að unnt sé að afgreiða þau á jafn stuttaralegan hátt og Eysteinn Sigurðsson gerir í bók sinni um skáldið. Til þess að ákvarða stöðu hans í bókmenntaheimi 19. aldar virðist því nauðsyn- legt að skoða kveðskap hans í enn víðara samhengi en Eysteinn gerir. Rannsaka þyrfti skáldskaparstíl hans og viðhorf til listsköpunar, bæði frá sjónarhóli rímnahefðarinnar, þar sem kvæðagerð var talin til íþrótta, og rómantíkurinnar þar sem höfuðáhersla var lögð á skapandi ímyndunarafl
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.