Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 37

Andvari - 01.01.1988, Side 37
andvari PÉTUR BENEDIKTSSON 35 sjá hvernig milliliður lítur út, klæddur holdi og blóði, þurfa ekki annað en að leggja leið sína í bankann. En það er ekki nóg með það, að við séum milliliðir, lifandi milliliðir. I musteri milliliðanna þjónum við öðrum miklu meiri millilið, — sjálfu hugtaki hins hreinræktaða milliliðs, peningunum. Forðum var það gullkálfurinn, sem við tilbáðum, en brátt breyttum við gullinu í gull- tryggt hugtak, og nú er ekki annað en hugtakið eftir. Náttúrlega er nokkur kostnaður við að framleiða peningaseðlana, en það er meiri kostnaður að framleiða margar bókakápur og auglýsingar, sem engum dettur í hug að halda saman. Fað er því ekki vegna hins innra verð- mætis seðlanna eða skiptimyntarinnar, sem allir sækjast eftir pening- um. Hver er þá ástæðan? Já, víst er það skrýtið, en samt er það satt, að þrátt fyrir alla fyrirlitningu á milliliðunum, er það einmitt vegna milli- Hða-hugtaksins sem í peningunum býr, vegna hins þrí-eina hlutverks þeirra sem milliliðs allra milliliða, sem þeir þykja eftirsóknarverðir.“ í þrjá áratugi var Landsbanki íslands hvort tveggja í senn, viðskipta- banki og seðlabanki, — en með lögum 1957 var gerð sú breyting á starfsháttum bankans að honum var skipt í tvær deildir sem hvor um sig skyldi lúta sérstakri stjórn, deild viðskiptabanka og seðlabanka. For- ystumenn Sjálfstæðisflokksins fóru þess á leit við Pétur að hann veitti seðlabankanum forstöðu svo að Vilhjálmur Þór yrði þar ekki alls- ráðandi, en Pétur undi því ekki að vera einvörðungu þjónn hins „mikla milliliðs“ og kaus sér viðskiptabankann sem starfsvettvang; þar var við einstaklinga og fyrirtæki að skipta — þar fann hann hjartslátt þjóðar- innar á hverjum degi. Pétur var eindreginn talsmaður fulls aðskilnaðar seðlabankans og Landsbankans sem viðskiptabanka, kvað það aðeins valda „ruglingi innanlands og erlendis að láta tvo banka, sem hafa ólíkum hlutverkum að gegna, heita sama nafni.“ Hann taldi bankalöggjöfina 1957 slíka ),hrákasmíð að ekki verður lengi við unað“ — en það „meginatriði, að skilja seðlabankann frá viðskiptadeild Landsbankans“ þó „tvímæla- laust spor í rétta átt, og hefði átt að vera stigið 30 árum fyrr.“ Pá hafði faðir hans lagt til að stofnaður yrði Ríkisbanki íslands til að gegna venjulegum störfum seðlabanka. Benedikt var raunar um skeið Landsbankastjóri og lengi síðan ,,gæslumaður“ bankans. Ásamt þeim Ásgeiri Ásgeirssyni, Jónasi Jónssyni, Magnúsi Jónssyni og Sveini
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.