Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1988, Síða 170

Andvari - 01.01.1988, Síða 170
168 H JÖRTUR PÁLSSON ANDVARI V Ljóðin íSól tér sortna (1945) eru miklu sundurleitari en í næsta ljóðasafni á undan. Tvennt einkennir afstöðu Jóhannesar til lands og þjóðar í þeim ljóðum bókarinnar, sem kalla mætti ættjarðarljóð: fögnuðurinn yfir lýð- veldisstofnuninni 1944 og fullu sjálfstæði þjóðarinnar og uggurinn vegna hernámsins 1940 og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðlífið. í Aldaregni kveður skáldið allt, sem góðu heilli er horfið, en fyrrum reyrði þjóðina í fjötra. Uggur og von tímamótanna 1944 vega salt í Gýgjamálum, en fögnuðurinn ljómar yfir kvæðunum Brúðurin blárra fjalla og Islands börn. Um hættu hernámsins yrkir Jóhannes Fjallkonuna, sem loksins er stigin frjáls fram í Ijós sögunnar, og spyr: Hvort finnst þér eigi sigri svipt og svívirt drottning þín, er upp við hennar björtu brjóst á byssustingi skín og kúlur þjóta um hennar hár og hvíta brúðarlín? Vonsvik skáldsins vegna þessara örlaga setja mark sitt óbeint á ýmis önnur kvæði bókarinnar, og ekki fer milli mála, að honum er varðveisla nýfengins frelsis áhyggjuefni og þykir stríðsgróðinn hafa sljóvgað þjóðina fyrir skils- mun góðs og ills. Pað þarf því engan að undra, að næsta ljóðabók Jóhannesar ,Sóleyjarkvœði (1952), er runnin af sömu rót. Hún kom út ári eftir að bandarískt herlið var kvatt hingað og þremur árum eftir að íslendingar gengu í Atlantshafsbanda- lagið. Jóhannes úr Kötlum var alltaf í fremstu röð þeirra, sem börðust gegn þessum ráðstöfunum, og leit á þær sem landráð og svik við hið nýstofnaða lýðveldi. í þessu ljósi verður að skoða Sóleyjarkvœði. Þegar efni ljóðaflokksins og þjóðernishyggja Jóhannesar er haft í huga, er ofur eðlilegt, að hann skyldi velja honum það form og stílblæ, sem raun ber vitni. Árangurinn varð sá, að með Sóleyjarkvæði tókst honum að samhæfa ádeilu og eggjun í tilefni af samtímaatburðum dulúðugri fegurð og tregablæ þjóðkvæðanna, svo að hvort lyfti öðru upp í veldi skáldskapar, sem engan lætur ósnortinn vegna þeirrar heitu og sáru tilfinningar, sem undir býr. Sama árið og Sóleyjarkvæði kom út ferðaðist Jóhannes úr Kötlum til Kína með íslenskri sendinefnd. Heim kominn úr þeirri för sendi hann frá sér litla bók,Hlið hins himneska friðar (1953). Þar leiðir hann lesandann við hönd sér um hið volduga, nýja ríki og sýnir honum dýrðina, fullur aðdáunar og barnslegrar gleði, og kemst ekki hjá því að bera saman land sitt og ríki Maós.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.