Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 75

Andvari - 01.01.1988, Page 75
andvari „ÉG MINNIST ÞVlNÆR DAG HVERN BERNSKU MINNAR" 73 ismanni einum, Steingrími J. Porsteinssyni, að lesa fyrir hann aðra próförk af bók. Henni var komið til mín austur í Hveragerði, en þar mátti ég vera einsamall í sumarhúsi eins lengi og ég vildi. Mig langaði til að láta reyna á það, hvort ég kæmist eitthvað áleiðis með Fjall- ið og drauminn og festa auk þess á pappírinn tvær smásögur. Ég var þarna á fjórða mánuð og áætlun mín stóðst nokkurn veginn. Ég skrif- aði uppkast að þremur köflum í Herdísarsögu og lauk að fullu við tvær smásög- ur. Onnur þeirra, Stjörnurnar í Konstantínópel, birtistfyrst á prenti 1943 minnir mig, og síðar á mörgum erlendum málum. Hin sagan hét Pegar ég var blaðamaður, sögð í fyrstu persónu og alllöng, lík- ast til 60 prentsíður. Þjóðkunnur maður, sem fékk að lesa hana í handriti, bar á hana mikið lof og hvatti mig til að birta hana sem skjótast. Ég gat hins vegar ekki orðið við áskor- un þessa vinar míns, því að sagan var þá þegar tekin að vaxa að framan og aftan í huga mér. Þegar verið var að sarga í mér um efni í jólablað nokkrum árum síðar, greip ég kafla úr þessari smásögu minni og skellti í blaðið. Kafli þessi er viðtal blaða- manns við sjúkling á spítala, og er hann það eitt úr smásögunni, sem smó löngu síðar inn í Pálssögu, fyrsta bindi hennar, Gangvirkið. Nú liðu fram ár og stundir, og sífellt var Pálssaga að myndast í hugskoti mér; laumast þangað, þegar hlé varð á öðrum störfum. Og ekki hafði ég fyrr lokið við Vorkalda jörð haustið 1951, en Pálssaga altók mig; ruddist beinlínis fram, raðaði sér í kapítula og hvert bindið af öðru, uns ég hafði þessa 1250 blaðsíðna sögu í huga mér með flestöllum persónum sínum. Ég átti í nokkurra vikna stríði við sjálfan mig; gat ekki afráðið, hvorn kostinn skyldi taka: byrja að semja lokabindi Herdísarsögu, sem mótast hafði í stórum dráttum um leið og hin og ég miðað margt við það í fyrri bindunum, ellegar leggja umsvifalaust í Pálssögu. Hún stóð mér lifandi fyrir hugskotssjónum, rétt eins og öll styrjaldarárin. Ég mundi aragrúa smárra atvika og stórra frá þeim tíma, sem sögu Páls var mark- aður; en hætt var við, að sum þeirra gleymdust eða dofnuðu, svo að ég gæti ekki haft þau löngu síðar til hliðsjónar. Aftur á móti þurfti ekki að kvíða því, að hugsunarháttur og aldarfar á vegferð Herdísar tæki stökkbreytingum, uns hún 'yki henni á Fossi, þaðan sem hún lagði af stað. Togstreitunni lauk á því, að Pálssaga varð ofan á: Ég tók til við Gangvirkið á þorra 1952, en út kom bókin 1955. Eftir stutt hlé tók ég svo til við miðbindi sögunnar; reyndi að þoka henni áfram hægt og hægt milli þess sem ég varð að grípa í prófarkalestur eða aðra snapavinnu. Frá og með Gangvirkinu hafði ég tamið mér þá aðferð að þrælast á hverjum kafla, þangað til ég taldi hann fullunninn; ég skrifaði slitrótt uppkast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.