Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 9

Andvari - 01.01.1996, Page 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 seta um að synja lögum staðfestingar til að þjóðin gæti kveðið upp sinn dóm um þau. Síðast gerðist það við samþykkt EES-samningsins fyrir fáum árum eins og menn muna. Aldrei hefur til þess komið að forseti beitti þessu valdi. En það er til, eins og neyðarhemill sem allir vilja í lengstu lög komast hjá að beita. Alltaf öðru hverju rísa upp menn og lýsa því yfir að embætti forseta íslands sé óþarft pjatt, það megi leggja niður og fela öðrum formlegt hlutverk for- setans, forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Við hverjar forsetakosningar heyrast slíkar raddir. En þær eru hjáróma og þorri landsmanna ljær þeim ekki eyra, enda um fáviskutal að ræða eins og sést af því sem fyrr var rakið. Þjóðin hefur enda sjálf fyrr og síðar látið í ljós að henni er annt um þetta embætti og hún ráðstafar því á virkan lýðræðislegan hátt, hvað sem ein- staka menn skrifa og skrafa. Að embættið er lifandi í vitund landsmanna, en ekki dautt form, hefur sannast við hvert forsetakjör. Þar hefur ævinlega verið tekin að nokkru ný stefna enda þótt hinn formlegi rammi embættisins sé óbreyttur. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var kosinn af Alþingi en aldrei í almennri atkvæðagreiðslu. Hann naut þó mikillar virðingar lands- manna, enda lýðveldið nýstofnað og æðsti embættismaður þess og tákn- mynd í hávegum með þjóðinni. Forsetaembættið hefur raunar ætíð notið virðingar þótt margt hafi breyst í þjóðfélaginu, aldarháttur sé nú allur ann- ar en var og sú kynslóð sem stofnaði lýðveldið horfin eða á förum. Svo mun enn verða, hvað sem líður skrifum fáeinna blaðamanna sem leitast við að vekja athygli á sjálfum sér með ósæmilegu gaspri um embættið. Sveinn Björnsson leitaðist sem ríkisstjóri og síðar forseti við að veita stjórnmálamönnum aðhald sem þeir undu illa. Hafði hann virkari stjórn- málaafskipti, að minnsta kosti opinberlega, en seinni forsetar, enda stjórn- arfar lýðveldisins í mótun. Því var það að þegar Sveinn féll frá, 1952, völdu tveir stærstu flokkar þjóðarinnar, sem þá fóru saman með ríkisstjórn, handa henni forsetaefni sem helst átti ekki að þurfa að kjósa um. Þessu hafnaði þjóðin og kaus sér reyndan stjórnmálamann í embættið, Ásgeir Ás- geirsson. Þegar hann lét af embætti 1968 hafnaði þjóðin hins vegar öðrum reyndum stjórnmálamanni til að taka við og kaus ópólitískan menningar- frömuð, Kristján Eldjárn. Áþekkri stefnu var haldið 1980, en þó enn brotið í blað með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur, fyrstu konunnar sem var þjóð- kjörinn forseti í heiminum. Nú árið 1996 var að nýju valinn maður með mikla reynslu af vettvangi stjórnmálabaráttunnar til að gegna embætti forseta Islands. Vissulega kom það á óvart þar sem sú skoðun hefur virst nokkuð ríkjandi síðustu ár að forseti mætti helst ekki hafa blandað sér í pólitík og einatt svo að skilja að flest annað en stjórnmálareynsla skyldi prýða forsetann. En nú var sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.