Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 10

Andvari - 01.01.1996, Side 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI sagt annað komið upp á teningnum. Forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson, var mjög nefndur sem hugsanlegt forsetaefni manna á meðal og lengi vel tók hann því ekki fjarri að bjóða sig fram. í viðtali í Alþýðublað- inu 2. febrúar 1996 var forsætisráðherra spurður álits á þeim röksemdum að stjórnmálamenn ættu ekki að sitja í embætti forseta. Hann svaraði: „Ég held að það muni ótvírætt gagnast forseta að hafa verið stjórnmálamaður. Það er hægt að nefna dæmi um, að það hefði í einstaka tilvikum hjálpað þjóðhöfðingjum hefðu þeir haft stjórnnmálareynslu. . . . í öllum öðrum löndum eru kosnir stjórnmálamenn til þessa starfs.“ Þegar þessi orð voru látin falla höfðu engir enn gefið kost á sér til fram- boðs. Brátt gáfu menn sig þó fram og undir lok framboðsfrests var skorað á formann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Hann var þessu ekki frábitnari en svo að hann kannaði möguleika á framboði en hvarf frá því og birti af því tilefni langa greinargerð („Forsetakosningar - Um hvað“, Morgunblaðið, 22. maí 1996). Niðurstaða Jóns Baldvins var sú að forseta- embættið væri valdalaust og því ekki eftirsóknarvert fyrir stjórnmálamenn. Við erum komin í stjórnskipulegar ógöngur með forsetaembættið, sagði hann, og „verðum að fara að gera það upp við okkur hvort hinn þjóðkjörni forseti á að gegna raunverulegu hlutverki í stjórnskipun landsins eða ekki“. Vissulega er þetta réttmæt ábending. Sú stjórnarskrárgrein sem geymir málskotsrétt forseta er óhöndugleg í framkvæmd og þyrfti að breyta henni, helst þannig að lagafrumvarp öðlist ekki gildi fyrr en að lokinni þjóðarat- kvæðagreiðslu ef það nær samþykki þar. En þrátt fyrir agnúa á stjórnar- skránni að þessu leyti varð ekki betur séð en Jón Baldvin sýndi forseta- embættinu töluverðan áhuga eins og Davíð Oddsson gerði líka, þótt hvor- ugur þeirra yrði í kjöri. Má raunar minna á þá staðreynd að hvað sem líður margumræddu valdaleysi þjóðhöfðingjans hafa kunnir stjórnmálamenn ætíð gefið kost á sér þegar nýr forseti hefur verið kjörinn á íslandi. Þegar framboðsfrestur rann út í vor höfðu fimm tilkynnt framboð, en einn dró sig í hlé þegar skammt var til kosninga. Meðal frambjóðenda voru tveir sem setið höfðu á Alþingi og annar þeirra mjög umdeildur stjórn- málamaður, fyrrum flokksformaður og ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson. Skjótt kom í ljós í skoðanakönnunum að hann hefði langmest fylgi. Stóð svo þótt hann sætti illvígum árásum í blöðum þegar að kosningum leið, meðal annars í formi neikvæðra auglýsinga sem er einkar ógeðfelld ný- lunda í kosningabaráttu á íslandi. Almenningur lét slíkt ekki hafa áhrif á sig nema þá í gagnstæða átt við það sem til var ætlast og fór svo að Ólafur Ragnar var kjörinn með liðlega 40 af hundraði greiddra atkvæða. Hefur komið fram í skoðanakönnunum að kosningum loknum að allur þorri þjóðarinnar sættir sig vel við hinn nýja forseta og ber traust til hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.