Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 11

Andvari - 01.01.1996, Page 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 Forseti íslands er æðsti fulltrúi hins íslenska lýðveldis og persónugervingur þess. Hann er sameiningartákn þjóðarinnar, fulltrúi hennar út á við og get- ur jafnframt beint hugum landsmanna að sameiginlegum verkefnum sem horfa til þjóðþrifa, líkt og Vigdís Finnbogadóttir er hún gerði landrækt og málrækt að sérstökum baráttumálum sínum. Reyndar hefur sá sem gegnir forsetaembættinu hverju sinni svigrúm til að setja sinn persónulega svip á það og leggja að nokkru eigin áherslur, þótt því séu allmikil takmörk sett hversu mjög forsetinn fær beitt sér. Eins og oft var bent á fyrir kosningar felast fremur í forsetaembættinu áhrif en völd. í opnu lýðræðisþjóðfélagi nútímans, þar sem veldi fjölmiðla er mikið, skiptir meginmáli að geta mót- að hina opinberu umræðu og með því haft áhrif á almenningsálitið. I þessu efni hefur forseti íslands vissulega tækifæri til að láta að sér kveða og er ekki að efa að Olafur Ragnar Grímsson muni gera það. Alþjóðasamskipti fara mjög vaxandi á næstu árum. Par getur þjóðhöfð- inginn látið til sín taka og æskilegt að hann geri það. Hinn nýi forseti hefur mikla reynslu í störfum að alþjóðamálum og er vel í stakk búinn að sinna þeim á forsetastóli. í ræðu sinni þegar hann tók við embætti vék hann að breyttum aðstæðum í heiminum og þeirri framtíðarsýn sem við blasir. For- setinn sagði meðal annars: „Sú kynslóð kvenna og karla sem nú er að útskrifast úr skólum er hin fyrsta á íslandi sem hefur heiminn allan að vinnusvæði. Hana skortir hvorki þjóðernisvitund, virðingu fyrir íslenskri menningu né ást á náttúru landsins, en hún er einnig raunsæ og kröfuhörð. Þá vaknar sú spurning hvort okkur tekst að sigra í hinni alþjóðlegu samkeppni um unga fólkið á Islandi. Mun það kjósa að búa með okkur hér í útsænum eða afla sér viður- væris annarstaðar? Svarið ræðst af því hvernig okkur, sem stöndum fyrir ráðum, tekst að opna hug okkar og setja þjóðinni hæfileg markmið.“ Þarna er vikið að mikilsverðu máli sem raunar var rætt nokkuð í for- ustugrein Andvara í fyrra. Líklega eru þessi ummæli forsetans rétt, þótt hart sé að gera ráð fyrir að „raunsæi“ og „kröfuharka“ ungs fólks kunni að bjóða því að hasla sér völl annars staðar en á ættjörðinni þar sem betri kjör eru í boði. Við hljótum að treysta því að hjá öllum þorra þessa fólks vegi tryggðin við land sitt og þjóð þyngra en gylliboð erlendra stórfyrirtækja. En það þýðir ekki að við megum sætta okkur við lök lífskjör í landi okkar, enda vék forsetinn líka að því hversu þar hefur sigið á ógæfuhlið og nú sé tímabært að koma á meira réttlæti og jöfnuði í kjörum manna. Forseti íslands ræddi í embættistökuræðunni framtíð þjóðarinnar í nýjum heimi sem í senn er greiður yfirferðar, harður og ögrandi. Hann sagði: „Við eigum að vera bjartsýn þegar við hugum að möguleikum okkar sem þjóðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.