Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 13

Andvari - 01.01.1996, Page 13
EINAR ÓLAFSSON Brynjólfur Bjarnason Við teljum 100 ár í öld, en hvernig sem við lítum á veraldarsöguna getum við aldrei fellt tímabil hennar, aldir hennar, að þessum mæli- kvarða. Nú undir lok tuttugustu aldar eru sumir farnir að tala um tuttugustu öld hina skemmri, sem hefst með fyrri heimsstyrjöldinni 1914 en lýkur með hruni Sovétríkjanna 1991.' Það er alls ekki fráleitt að þessi ártöl, þessir atburðir, afmarki sérstakt tímabil innan þess tíma veraldarsögunnar sem hefur verið kallaður nútími. Því hef ég orð á þessu að fullorðinsár Brynjólfs Bjarnasonar falla nokkurn veg- inn að þessu tímabili, pólitísk ævi hans, ef svo má segja, spannar og fléttast saman við 20. öld hina skemmri. Bernskuár hans voru hins vegar nær miðöldum en nútímanum. Bernskan Brynjólfur Bjarnason fæddist 26. maí 1898 á Hæli í Gnúpverjahreppi. Móðir hans, Guðný Guðnadóttir, var fædd á Forsæti í Landeyjum en fór í fóstur til móðursystur sinnar, Steinunnar Vigfúsdóttur húsfreyju á Hæli, um 10 ára gömul. Faðir Brynjólfs, Bjarni Stefánsson frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, var vinnumaður á Hæli. Þegar Brynjólfur var tveggja ára hófu þau búskap niðri í Flóa, fyrst á Neistastöðum, þar sem þau bjuggu í tvö ár þar til þau fluttust að Olvisholti í Hraungerðishreppi. Þar ólst Brynjólfur upp við svipaðar aðstæður og önnur börn efnalítils bændafólks á þeim tíma. A Neistastöðum bjuggu Bjarni og Guðný afarþröngt á móti öðrum hjónum. Þar eignuðust þ>au dóttur árið 1902, Stefaníu, en hún dó skömmu eftir fæðingu. I Ölvisholti fæddust þeim tveir synir, Einar Steindór árið 1906 og Stefán árið 1910. Þar var líka tvíbýli, en synir hinna hjónanna voru eldri en Brynjólfur og bræður hans yngri, svo að hann hafði ekki marga leikfélaga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.