Andvari - 01.01.1996, Qupperneq 13
EINAR ÓLAFSSON
Brynjólfur Bjarnason
Við teljum 100 ár í öld, en hvernig sem við lítum á veraldarsöguna
getum við aldrei fellt tímabil hennar, aldir hennar, að þessum mæli-
kvarða. Nú undir lok tuttugustu aldar eru sumir farnir að tala um
tuttugustu öld hina skemmri, sem hefst með fyrri heimsstyrjöldinni
1914 en lýkur með hruni Sovétríkjanna 1991.' Það er alls ekki fráleitt
að þessi ártöl, þessir atburðir, afmarki sérstakt tímabil innan þess
tíma veraldarsögunnar sem hefur verið kallaður nútími. Því hef ég
orð á þessu að fullorðinsár Brynjólfs Bjarnasonar falla nokkurn veg-
inn að þessu tímabili, pólitísk ævi hans, ef svo má segja, spannar og
fléttast saman við 20. öld hina skemmri. Bernskuár hans voru hins
vegar nær miðöldum en nútímanum.
Bernskan
Brynjólfur Bjarnason fæddist 26. maí 1898 á Hæli í Gnúpverjahreppi.
Móðir hans, Guðný Guðnadóttir, var fædd á Forsæti í Landeyjum en
fór í fóstur til móðursystur sinnar, Steinunnar Vigfúsdóttur húsfreyju
á Hæli, um 10 ára gömul. Faðir Brynjólfs, Bjarni Stefánsson frá
Núpstúni í Hrunamannahreppi, var vinnumaður á Hæli. Þegar
Brynjólfur var tveggja ára hófu þau búskap niðri í Flóa, fyrst á
Neistastöðum, þar sem þau bjuggu í tvö ár þar til þau fluttust að
Olvisholti í Hraungerðishreppi. Þar ólst Brynjólfur upp við svipaðar
aðstæður og önnur börn efnalítils bændafólks á þeim tíma.
A Neistastöðum bjuggu Bjarni og Guðný afarþröngt á móti öðrum
hjónum. Þar eignuðust þ>au dóttur árið 1902, Stefaníu, en hún dó
skömmu eftir fæðingu. I Ölvisholti fæddust þeim tveir synir, Einar
Steindór árið 1906 og Stefán árið 1910. Þar var líka tvíbýli, en synir
hinna hjónanna voru eldri en Brynjólfur og bræður hans yngri, svo
að hann hafði ekki marga leikfélaga.