Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 18

Andvari - 01.01.1996, Síða 18
16 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI að hér hefði eitthvað stórt gerzt. Eftir það held ég að ég hafi látið fá tækifæri ónotuð til að kynna mér, hvað gerzt hafði, aðdraganda þess og gildi fyrir heimsbyggðina.“ En upplýsingar lágu ekki á lausu. í áðurnefndu svari sínu við spurningu um lífsskoðun sagði Brynj- ólfur: „Þegar á barnsaldri fannst mér ég ganga í þoku og myrkri, af því að ég skildi ekki þann heim, sem ég var fæddur í. Mig þyrsti í þekkingu til þess að eyða þessari þoku og lýsa upp myrkrið. . . . Til- gangur minn með allri minni skólavist var þessi þekkingarleit. Eg hafði óbeit á því að miða námið við hagnýt markmið svo sem undir- búning undir eitthvert embætti eða ævistarf. Því að til hvers var eitt- hvert lífsstarf, ef maður vissi ekki til hvers maður var að streitast við að lifa í þessari veröld? Það var þetta, sem ég vildi vita. Þetta var í rauninni kveikjan í allri minni þekkingarleit.“ Á minnisblöðum, sem hann skrifaði á efri árum handa dóttur sinni, sagði hann sig hafa langað mest til að læra náttúrufræði, ekki getað hugsað sér annað þótt atvinnuhorfur í þeirri grein væru ekki sérlega góðar.5 Þessi áhugi á náttúrufræði var fyrst og fremst heimspekilegur og víst er, að hann naut þekkingar sinnar á náttúruvísindum, þegar hann fór að setja saman heimspekirit sín löngu seinna. Þetta var síðasta árið sem íslenskir stúdentar fengu svokallaðan Garðstyrk og fleytti hann Brynjólfi til náms í Kaupmannahöfn. Þá um haustið gekk spánska veikin og veiktist Brynjólfur af henni. Þeg- ar hann komst á fætur tók hann til við námið en hafði lítið næði vegna gestagangs. Vinir hans komu nær daglega, einkum þeir Jón Thoroddsen, Pálmi Hannesson og Einar Ólafur Sveinsson, og þarna á herbergi hans urðu oft harðar deilur. Þótt Brynjólfur hafi kynnst verkalýðsbaráttu og sósíalískum hugmyndum á menntaskólaárum sínum sagði hann síðar, að þennan vetur og fyrstu ár sín á Garði hafi stjórnmálaskoðanir sínar verið að mótast. Þrátt fyrir allan gestagang og frátafir hafi hann sjaldan lært jafnmikið. Eitt af því, sem gerðist með fyrri heimsstyrjöldinni og átti eftir að setja mark sitt á þessa öld, var klofningur sósíalísku hreyfingarinnar. Styrjöldin knúði forystumenn sósíalista til að taka afstöðu út fyrir hina daglegu kjara- og umbótabaráttu. Á fundi Annars alþjóðasam- bands verkalýðsins í Basel árið 1912 var samþykkt að styrjöld skyldi svarað með allsherjarverkfalli. Þegar til kom studdu þó forystumenn flestra flokkanna ríkisstjórnir sinna landa og herútboð þeirra. Aðeins í nokkrum löndum reyndust flokkar, flokksbrot eða einstakir for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.