Andvari - 01.01.1996, Page 19
ANDVARI
BRYNJÓLFUR BJARNASON
17
ystumenn trúir heitinu frá Basel, þar á meðal meirihluti rússneska
sósíaldemókrataflokksins, bolsévíkarnir, undir forystu Leníns. Þessi
ágreiningur, sem átti auðvitað dýpri rætur og lengri aðdraganda, olli
hruni Annars alþjóðasambandsins í ágúst 1914. Andófið gegn vald-
höfum í Rússlandi leiddi til byltingar þar 1917 og í byrjun árs 1918
urðu mikil verkföll víða í Evrópu. í Þýskalandi fengu sósíaldemó-
kratar í fyrsta sinn aðild að ríkisstjórn haustið 1918 og var falin
stjórnarmyndun þegar vaxandi byltingarástand leiddi til þess að keis-
aranum var vikið frá. í janúar 1919 var gerð uppreisn í Berlín en
stjórnin gerði bandalag við máttarstólpa gamla þjóðfélagsins um að
berja hana niður. í Bæjaralandi og Ungverjalandi voru skammlífar
ráðstjórnir myndaðar seinna um veturinn. í Finnlandi börðust rauð-
liðar og hvítliðar veturinn 1918-19 og í Rússlandi var stríðsástand þar
sem andstæðingar byltingarinnar nutu aðstoðar herliða frá fjórtán
ríkjum.
Þannig var í grófum dráttum umhorfs í Evrópu þennan fyrsta vet-
ur sem Brynjólfur dvaldist í Kaupmannahöfn. Þegar hann kom til
Reykjavíkur austan úr Flóa 15 ára gamall árið 1913 uppgötvaði hann
nýjan pólitískan veruleika og andstæður og tók afstöðu og varð
sósíalisti. En hér blasti við flóknari mynd. „Hér voru mikil mannleg
örlög ráðin,“ sagði hann síðar, „og annaðhvort varð maður að láta
það ekki eftir sér að hugsa, eða maður varð að taka afstöðu.“
Hendrik Ottósson rifjaði það upp í endurminningum sínum, Frá
Hlíðarhúsum til Bjarmalands, að haustið 1918 hafi verið mikil ólga
meðal danskra verkamanna og tíð uppþot og hafi lögreglunni óspart
verið sigað á verkamenn, enda þótt þeir ættu fulltrúa í stjórninni,
eins og Hendrik komst að orði. Haustið 1916 hafði foringi sósíal-
demókrata, Thorvald Stauning, tekið sæti í ríkisstjórn. Hendrik
minntist þess, að þeir Brynjólfur urðu sjálfir fyrir barsmíðum lög-
reglunnar seint um haustið að loknum útifundi sem lauk með hörð-
um átökum við lögregluna. Og Hendrik átti bágt með að átta sig á
því að sósíaldemókratastjórn Scheidemanns í Þýskalandi beitti her-
liði gegn verkalýðnum.6 Morgun einn um miðjan janúar 1919 las
hann á forsíðu Socialdemokraten, málgagns danska jafnaðarmanna-
flokksins, að Karl Liebknecht og Rosa Luxemburg hefðu verið drep-
Jn af hermönnum þýsku stjórnarinnar. Aðalritstjóri blaðsins, Frede-
rik Borgbjerg, hafði komið til íslands vegna setu sinnar í sambands-
laganefndinni og Hendrik hafði kynnst honum og átti innhlaup hjá