Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1996, Page 22

Andvari - 01.01.1996, Page 22
20 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI arferð til Pétursborgar og tók hún þrjá daga. Þegar þangað kom mun hafa verið liðið hátt í mánuð frá því þeir lögðu af stað til Stokk- hólms, enda var búið að setja þingið og lá leiðin því áfram til Moskvu þar sem því var fram haldið eftir setninguna. Á þinginu var samankominn talsvert breiður hópur, sem átti það kannski helst sammerkt að sætta sig ekki við stefnu hægri sósíal- demókratanna og hafa samúð með rússnesku byltingunni, enda urðu miklar umræður og oft hart deilt. Mikilvægar samþykktir voru gerð- ar um hina kommúnísku stefnu en einkum var tekist á um tillögur að upptökuskilyrðum í Alþjóðasambandið, svokallaðar Moskvutesur, sem Lenín mælti fyrir. Þessi skilyrði knúðu miðjumennina til að taka afstöðu. Fulltrúar margra vinstri sósíaldemókratískra samtaka vildu ekki una þeim og á næstu árum skiptust þessi samtök upp á milli sósíaldemókrata og kommúnista. Hendrik segir þá Brynjólf hafa greitt atkvæði með tillögu Leníns, en það getur ekki hafa verið nema svokallað ráðgefandi atkvæði, því að þeir voru ekki fulltrúar neinna samtaka heldur gestir án ákvarðandi atkvæðisréttar. Það má nærri geta hvílíka þýðingu þingið hafði fyrir þessa ungu Is- lendinga, sem höfðu undanfarin ár verið við harla erfið skilyrði að reyna að átta sig á þróuninni í hreyfingu sósíalista. Allt í einu voru þeir komnir þar sem allir helstu foringjar vinstri sósíalista rökræddu. Lenín var þarna atkvæðamestur og hélt fimm ræður auk þess sem nýju riti hans, Vinstri róttœkni - barnasjúkdómar kommúnismans, var dreift á þinginu. „Þarna laukst upp fyrir manni allur hugmynda- auður lenínismans,“ sagði Brynjólfur í samræðum okkar nær 70 ár- um seinna, „og tók það auðvitað ungling á mínum aldri mikinn tíma að vinna úr þessu öllu og gera sér grein fyrir pólitískri þýðingu þess.“ Ekki voru þeir þó eingöngu óvirkir áheyrendur á heimsþinginu. Hendrik segir frá því, að þeir hafi skömmu áður en þeir héldu heim- leiðis verið kvaddir á fund framkvæmdarstjórnar Kominterns til að skýra henni frá verkalýðshreyfingunni á íslandi og stéttabaráttunni og hafi Lenín verið á þeim fundi. Brynjólfur kannaðist ekki við þetta í viðtölum okkar og kvaðst reyndar nokkuð viss um að hann hefði aldrei verið á slíkum fundi, en þó gæti hugsast að slíkur fundur hafi verið meðan hann lá rúmfastur vegna magakveisu. En svo er að sjá að þeir hafi líka sjálfir borið upp erindi við forystumenn Kominterns. Árni Snævarr og Valur Ingimundarson segja í bók sinni Liðsmenn Moskvu frá tveimur bréfum Hendriks, bæði eru þau stíluð í Moskvu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.