Andvari - 01.01.1996, Blaðsíða 23
andvari
BRYNJÓLFUR BJARNASON
21
annað til Kominterns án dagsetningar en hitt til Grigorij Zinoviev,
forseta, og Karls Radek, ritara Kominterns 7. ágúst 1920.9 Hendrik
lýsir nokkuð aðstæðum á íslandi en síðan fylgja tillögur sem óneitan-
lega koma nokkuð undarlega fyrir sjónir. Hann segir ísland skipta
litlu máli en hins vegar gætu íslenskir kommúnistar gert byltingunni
meira gagn með því að breiða út boðskap hennar á Bretlandi, og vís-
aði þá til Olafs Friðrikssonar sem væri öllum hnútum kunnugur jafnt
á Bretlandi sem í Danmörku. Sagði hann frá fundum sínum með
Olafi og nokkrum námsmönnum í Kaupmannahöfn og að þar hefði
verið ákveðið að stofna áróðursskóla. Auk þess að senda þjálfaða
áróðursmenn til Englands gætu námsmennirnir í Kaupmannahöfn
gengið til liðs við danska áróðursmenn. í öðru bréfi fór hann fram á
fjárstuðning til að koma áróðursskólanum á laggirnar. Þetta eru
óneitanlega ansi reyfarakenndar hugmyndir. Ekki er ljóst hvern þátt
Brynjólfur átti í þessum hugmyndum, en þær eru þó meira í stíl við
það flug, sem gat verið á þeim félögum Hendriki og Ólafi.
En þingið hafði líka mikla þýðingu vegna þess að þar hittu þeir og
kynntust meira og minna fjölmörgum forystumönnum kommúnista
°g vinstri sósíalista, ekki síst norrænum. Minnistæðastur Brynjólfi af
þeim mönnum, sem þeir kynntust í Moskvu, var bandaríski blaða-
Waðurinn John Reed, en meiri pólitíska þýðingu höfðu kynni þeirra
við Willy Munzenberg, sem þá var að skipuleggja alþjóðasamtök
ungra kommúnista.
Eftir að þinginu lauk dvöldust þeir um tíma í Moskvu en héldu svo
um haustið heimleiðis sömu leið til Norður-Noregs en frá Narvík yfir
til Svíþjóðar. Þegar heim kom flutti Hendrik skýrslu um ferðina á
fundi í Jafnaðarmannafélaginu. Þennan vetur bárust þeim Hendriki
°g Brynjólfi bréf frá Willy Munzenberg, þar sem hann bauð þeim á
þing Alþjóðasambands ungra kommúnista. Hendrik treysti sér ekki
svo fljótt aftur og fór Sigurður Grímsson skáld og síðar lögfræðingur
1 hans stað. Þingið var haldið í Berlín og fór Brynjólfur á það, enda
styttra fyrir hann, en gat þó ekki setið þingið til enda.10 Um vorið
fengu þeir Brynjólfur og Hendrik svo báðir boð frá framkvæmda-
stjórn Kominterns um að hinum róttækari Alþýðuflokksmönnum
væri boðið að senda fulltrúa á þriðja heimsþingið um sumarið 1921.
Varð að ráði að Ólafur Friðriksson og Ársæll Sigurðsson færu.
Nú voru hin pólitísku hjól farin að snúast allrösklega. En Brynjólf-
Ur varð að halda á spöðunum við námið, því að fyrirsjáanlega yrði