Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1996, Side 26

Andvari - 01.01.1996, Side 26
24 EINAR ÓLAFSSON ANDVARI slík boð borist til Hendriks og Brynjólfs. Stjórnin hafði hug á að senda Ólaf og gera hann út með stuðningsyfirlýsingu við Komintern. Það var samþykkt en Jón Baldvinsson og fylgismenn hans sögðu sig þá úr félaginu og stofnuðu Jafnaðarmannafélag íslands. Hendrik kallaði þetta síðar fyrstu opinberu viðureignina við sósíaldemókrata á íslandi.14 Ólafur fór á þingið með stuðningsyfirlýsinguna. Á heim- leiðinni í byrjun janúar kom hann við í Berlín og gisti hjá Stefáni Pjeturssyni. Hugmyndir Ólafs og hinna yngri manna voru ólíkar og þeim þótti hann of einráður. Meðan hann var erlendis tóku nokkrir ungir menn, sem „ekki vildu lúta einræði Ólafs Friðrikssonar í andstöðuarmi verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og Hendrik Ottósson orðaði það, sig til og stofnuðu Félag ungra kommúnista.15 Það var í nóvember 1922. Hendrik kvaðst ekki hafa verið aðalhvatamaður að þessu. Hann var kosinn formaður, þótt honum hafi eigi verið það að skapi, J)ví að hann hafði áhyggjur af að það mundi spilla samstarfi þeirra Ólafs. Byltingarstefnan Svo gæti virst, að Brynjólfur hafi nú komist að sömu niðurstöðu og Marx lét í ljós snemma á sínum ferli: „Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. En það sem skiptir máli er að breyta hon- um.“ Brynjólf langaði ekki til að gera stjórnmál að lífsstarfi. I kveðju til Einars Olgeirssonar á sjötugsafmæli hans sagði hann: „Þú hefur allt- af verið í stjórnmálunum með lífi og sál, en ég hef drattazt með meira af vilja en mætti og hefði helzt kosið að fást við annað. En nú veit ég að það var mikil hamingja fyrir mig, að ég skyldi drattast með.“ Grundvallarspurningarnar um heiminn, um stöðu mannsins í heiminum og hugmyndir hans um heiminn, héldu áfram að leita á huga Brynjólfs. Og þær knúðu enn frekar á vegna þeirra breytinga, sem urðu á heiminum og stöðu mannsins í honum, og við þessum spurningum þurfti líka að leita svara til að hægt væri að hafa skyn- samlega stjórn á þessum breytingum. Spurningar um lögmál og frelsi og vitund og verund, svo vísað sé til titla á tveimur heimspekiritum Brynjólfs. I inngangi að fyrsta heimspekiriti sínu, Forn og ný vanda- mál, skrifaði hann þrjátíu árum eftir heimkomu sína: „Vér lifum á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.