Andvari - 01.01.1996, Síða 26
24
EINAR ÓLAFSSON
ANDVARI
slík boð borist til Hendriks og Brynjólfs. Stjórnin hafði hug á að
senda Ólaf og gera hann út með stuðningsyfirlýsingu við Komintern.
Það var samþykkt en Jón Baldvinsson og fylgismenn hans sögðu sig
þá úr félaginu og stofnuðu Jafnaðarmannafélag íslands. Hendrik
kallaði þetta síðar fyrstu opinberu viðureignina við sósíaldemókrata
á íslandi.14 Ólafur fór á þingið með stuðningsyfirlýsinguna. Á heim-
leiðinni í byrjun janúar kom hann við í Berlín og gisti hjá Stefáni
Pjeturssyni.
Hugmyndir Ólafs og hinna yngri manna voru ólíkar og þeim þótti
hann of einráður. Meðan hann var erlendis tóku nokkrir ungir menn,
sem „ekki vildu lúta einræði Ólafs Friðrikssonar í andstöðuarmi
verkalýðshreyfingarinnar,“ eins og Hendrik Ottósson orðaði það, sig
til og stofnuðu Félag ungra kommúnista.15 Það var í nóvember 1922.
Hendrik kvaðst ekki hafa verið aðalhvatamaður að þessu. Hann var
kosinn formaður, þótt honum hafi eigi verið það að skapi, J)ví að
hann hafði áhyggjur af að það mundi spilla samstarfi þeirra Ólafs.
Byltingarstefnan
Svo gæti virst, að Brynjólfur hafi nú komist að sömu niðurstöðu og
Marx lét í ljós snemma á sínum ferli: „Heimspekingarnir hafa aðeins
skýrt heiminn á ýmsa vegu. En það sem skiptir máli er að breyta hon-
um.“ Brynjólf langaði ekki til að gera stjórnmál að lífsstarfi. I kveðju
til Einars Olgeirssonar á sjötugsafmæli hans sagði hann: „Þú hefur allt-
af verið í stjórnmálunum með lífi og sál, en ég hef drattazt með meira
af vilja en mætti og hefði helzt kosið að fást við annað. En nú veit ég
að það var mikil hamingja fyrir mig, að ég skyldi drattast með.“
Grundvallarspurningarnar um heiminn, um stöðu mannsins í
heiminum og hugmyndir hans um heiminn, héldu áfram að leita á
huga Brynjólfs. Og þær knúðu enn frekar á vegna þeirra breytinga,
sem urðu á heiminum og stöðu mannsins í honum, og við þessum
spurningum þurfti líka að leita svara til að hægt væri að hafa skyn-
samlega stjórn á þessum breytingum. Spurningar um lögmál og frelsi
og vitund og verund, svo vísað sé til titla á tveimur heimspekiritum
Brynjólfs. I inngangi að fyrsta heimspekiriti sínu, Forn og ný vanda-
mál, skrifaði hann þrjátíu árum eftir heimkomu sína: „Vér lifum á